Fiskistofumálið – mistök eða leiðrétting? Pétur Bjarnason skrifar 10. júlí 2014 07:00 Fiskistofumálið og ýmislegt sem hefur verið fleygt fram í því samhengi hefur vakið athygli mína. Í áratugi hefur heyrst af því að stefna allra stjórnmálaflokka hafi í orði verið á þá lund að gæta beri að jafnvægi í byggð landsins og byggja upp störf utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta á ekki síst við um opinber störf, sem þegar eru um fjórðungur allra starfa í landinu og það hlutfall mun hækka, ef þróunin verður eins og í velferðarlöndum í kringum okkur. Ríkið verður því að reka þá starfsemi, sem er á þess vegum víðar en á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna væntanlega hafa allir stjórnmálaflokkar haft þetta á stefnuskrá sinni um áratugaskeið. En af hverju aðeins í orði en ekki á borði? Það hefur nefnilega komið í ljós í þessari umfjöllun um flutning Fiskistofu að opinberum störfum úti á landi hefur á undanförnum árum fækkað á meðan störfum á vegum ríkisins fjölgar og þar með hefur opinberum störfum á landsbyggðinni fækkað hlutfallslega enn meira. Spurningin er því hverju sé um að kenna að opinber störf dreifast svona ójafnt á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins, þrátt fyrir þessa stefnu stjórnmálaflokkanna. Stefnu sem oftar en ekki kemst í stjórnarsáttmála, sem flaggað er á tyllidögum. Er það vegna ístöðuleysis stjórnmálamanna? Jú, vissulega höfum við oft orðið vitni að því að stjórnmálamenn fylgja ekki þessum stefnumálum flokka sinna þegar reynir á. (Það á reyndar við um fleiri mál!)Gífurleg mótstaða En við höfum líka alltaf þurft að horfa á gífurlega mótstöðu embættismanna, þegar flutningur er nefndur á nafn. Og miðað við hve illa hefur gengið að fá opinber störf út á land og hve drjúgan þátt embættismenn hafa átt í að sú stefna hefur í reynd breyst í andhverfu sína, má álykta að embættismenn hafi haft mjög einbeittan brotavilja þegar reynt er að fylgja stefnu og ákvörðunum stjórnvalda í þessum efnum. Þegar Fiskistofa var stofnuð hafði tiltölulega nýlega verið samþykkt þingsályktun á Alþingi um að miðstöð stjórnsýslu og menntunar í sjávarútvegi skyldi staðsett á Akureyri. Það hefði því verið eðlilegt að Fiskistofa hefði verið staðsett á Akureyri. Það má í raun segja að það hafi verið mistök í upphafi að stofna hana í Reykjavík. Og í ákveðnum skilning má segja að með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja Fiskistofu til Akureyrar sé verið að leiðrétta mistök frá fyrri árum. Mér finnst það bara gott mál en ég eins og aðrir legg þó áherslu á að það komi einstaklingum sem hjá Fiskistofu starfa og fjölskyldum þeirra ekki illa. Hjá því mætti auðveldlega komast með því að gefa sér góðan tíma í flutninginn, þannig að hann haldist í hendur við þá starfsmannaveltu, sem hvort eð er verður hjá stofnuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fiskistofumálið og ýmislegt sem hefur verið fleygt fram í því samhengi hefur vakið athygli mína. Í áratugi hefur heyrst af því að stefna allra stjórnmálaflokka hafi í orði verið á þá lund að gæta beri að jafnvægi í byggð landsins og byggja upp störf utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta á ekki síst við um opinber störf, sem þegar eru um fjórðungur allra starfa í landinu og það hlutfall mun hækka, ef þróunin verður eins og í velferðarlöndum í kringum okkur. Ríkið verður því að reka þá starfsemi, sem er á þess vegum víðar en á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna væntanlega hafa allir stjórnmálaflokkar haft þetta á stefnuskrá sinni um áratugaskeið. En af hverju aðeins í orði en ekki á borði? Það hefur nefnilega komið í ljós í þessari umfjöllun um flutning Fiskistofu að opinberum störfum úti á landi hefur á undanförnum árum fækkað á meðan störfum á vegum ríkisins fjölgar og þar með hefur opinberum störfum á landsbyggðinni fækkað hlutfallslega enn meira. Spurningin er því hverju sé um að kenna að opinber störf dreifast svona ójafnt á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins, þrátt fyrir þessa stefnu stjórnmálaflokkanna. Stefnu sem oftar en ekki kemst í stjórnarsáttmála, sem flaggað er á tyllidögum. Er það vegna ístöðuleysis stjórnmálamanna? Jú, vissulega höfum við oft orðið vitni að því að stjórnmálamenn fylgja ekki þessum stefnumálum flokka sinna þegar reynir á. (Það á reyndar við um fleiri mál!)Gífurleg mótstaða En við höfum líka alltaf þurft að horfa á gífurlega mótstöðu embættismanna, þegar flutningur er nefndur á nafn. Og miðað við hve illa hefur gengið að fá opinber störf út á land og hve drjúgan þátt embættismenn hafa átt í að sú stefna hefur í reynd breyst í andhverfu sína, má álykta að embættismenn hafi haft mjög einbeittan brotavilja þegar reynt er að fylgja stefnu og ákvörðunum stjórnvalda í þessum efnum. Þegar Fiskistofa var stofnuð hafði tiltölulega nýlega verið samþykkt þingsályktun á Alþingi um að miðstöð stjórnsýslu og menntunar í sjávarútvegi skyldi staðsett á Akureyri. Það hefði því verið eðlilegt að Fiskistofa hefði verið staðsett á Akureyri. Það má í raun segja að það hafi verið mistök í upphafi að stofna hana í Reykjavík. Og í ákveðnum skilning má segja að með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja Fiskistofu til Akureyrar sé verið að leiðrétta mistök frá fyrri árum. Mér finnst það bara gott mál en ég eins og aðrir legg þó áherslu á að það komi einstaklingum sem hjá Fiskistofu starfa og fjölskyldum þeirra ekki illa. Hjá því mætti auðveldlega komast með því að gefa sér góðan tíma í flutninginn, þannig að hann haldist í hendur við þá starfsmannaveltu, sem hvort eð er verður hjá stofnuninni.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun