Ruðningskappinn Michael Sam hefur fengið mikinn stuðning víða að síðan hann greindi frá því að hann væri samkynhneigður. Hann er þó ekki að fá mikinn stuðning frá föður sínum, Michael Sam eldri.
Sam greindi liðsfélögum sínum í Missouri-háskólanum frá því í ágúst að hann væri samkynhneigður. Foreldrar hans fengu aftur á móti ekki að vita það fyrr en í
síðustu viku.
Fyrir rúmri viku síðan fékk faðirinn sms frá syni sínum. Skilaboðin voru stutt og skorinort. „Pabbi, ég er hommi.“
Pabbinn tók tíðindunum illa. Svo illa að hann kláraði ekki máltíð sína á Dennys-veitingastaðnum.
„Ég gat ekki borðað meira. Ég færði mig því yfir á Applebees til þess að fá mér í glas,“ sagði Sam eldri við bandaríska fjölmiðla en honum finnst ekki auðvelt að sætta sig við þá staðreynd að sonur hans sé samkynhneigður.
Hann viðurkennir að vera af gamla skólanum. Svo mikið reyndar að hugmyndin um samkynhneigða í NFL-deildinni truflar hann. Skiptir engu þó sonur hans verði sá samkynhneigði í deildinni.
Sam yngri er á leið í nýliðaval NFL-deildarinnar í maí. Aldrei áður hefur opinberlega samkynhneigður maður leikið í deildinni.
Faðir Sam vill helst ekki hafa homma í NFL-deildinni
Tengdar fréttir
Forsetafrúin segir Sam veita öllum innblástur
Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hrósar Michael Sam fyrir hugrekki sitt að koma út úr skápnum.
Verðandi NFL-stjarna kemur út úr skápnum
Michael Sam er á góðri leið með að verða fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta.