Vilja fleiri þýðingar Ugla Egilsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 12:00 Áhuga Skandínava á að þýða íslenskar bókmenntir hefur verið ábótavant, að sögn Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Fréttablaðið/valli Áhuga Skandínava á að þýða íslenskar bókmenntir hefur verið ábótavant að undanförnu að sögn Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. „Það verður að segjast eins og er að þýðingum yfir á sænsku og finnsku hefur fækkað, en á heildina litið hefur fjöldi þýðinga yfir á norðurlandamál staðið í stað. Hver sem ástæðan er ætlum við að beita öllum brögðum til að snúa því við,“ segir Þorgerður Agla. „Reyndar höfum við fundið fyrir auknum áhuga í Noregi, og alltaf er töluvert þýtt yfir á dönsku,“ segir Þorgerður Agla „En við ætlum í átak til að fjölga þýðingum yfir á norræn mál.“ Eftir Bókamessuna í Frankfurt 2011 þar sem Ísland var heiðursgestur fjölgaði þýðingum úr íslensku víðast hvar nema á Norðurlöndum. „Við sjáum það á fjölda umsókna um þýðingarstyrki hjá okkur. Þar standa Norðurlöndin í stað á meðan þeim hefur fjölgað annars staðar. Það er erfitt að skýra þetta. Í þessum bransa kreppir reglulega að. Svo er talað um svokallaðan „bestsellerisma“ í Svíþjóð, og sumir kenna frjálsu bókaverði um. Reynslan í Frankfurt sýnir okkur að átaksverkefni á einu menningarsvæði geta skilað góðum árangri,“ segir Þorgerður Agla. „Fyrsta mál á dagskrá er að hitta útgefendur á þeirra heimavelli.“ Fundað verður með útgefendum í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í maí. „Andri Snær Magnason, nýkrýndur bókmenntaverðlaunahafi, kemur með okkur til Svíþjóðar og talar við útgefendur. Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur kemur einnig með og talar við útgefendur um íslenskar samtímabókmenntir.“ Ekki verður látið staðar numið við utanferð til Svíþjóðar. „Við ætlum að fara til Finnlands og Noregs og vonandi Grænlands og Færeyja á næsta ári,“ segir Þorgerður Agla. „Síðan tökum við Hollendinga og Norðmenn okkur til fyrirmyndar, en þeir standa framarlega í bókmenntakynningu, og útbúum lista yfir bækur til að kynna fyrir erlendum útgefendum. Eins ætlum við að kynna þýðingarstyrki sem í boði eru, en norræna ráðherranefndin styrkir þýðingar á milli norðurlandamála. Svo ætlum við að gera okkar til að auka sýnileika íslenskra bókmennta í dagskrá Bókamessunnar í Gautaborg, en hana sækja árlega um 100.000 gestir,“ segir Þorgerður Agla. Menning Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Áhuga Skandínava á að þýða íslenskar bókmenntir hefur verið ábótavant að undanförnu að sögn Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. „Það verður að segjast eins og er að þýðingum yfir á sænsku og finnsku hefur fækkað, en á heildina litið hefur fjöldi þýðinga yfir á norðurlandamál staðið í stað. Hver sem ástæðan er ætlum við að beita öllum brögðum til að snúa því við,“ segir Þorgerður Agla. „Reyndar höfum við fundið fyrir auknum áhuga í Noregi, og alltaf er töluvert þýtt yfir á dönsku,“ segir Þorgerður Agla „En við ætlum í átak til að fjölga þýðingum yfir á norræn mál.“ Eftir Bókamessuna í Frankfurt 2011 þar sem Ísland var heiðursgestur fjölgaði þýðingum úr íslensku víðast hvar nema á Norðurlöndum. „Við sjáum það á fjölda umsókna um þýðingarstyrki hjá okkur. Þar standa Norðurlöndin í stað á meðan þeim hefur fjölgað annars staðar. Það er erfitt að skýra þetta. Í þessum bransa kreppir reglulega að. Svo er talað um svokallaðan „bestsellerisma“ í Svíþjóð, og sumir kenna frjálsu bókaverði um. Reynslan í Frankfurt sýnir okkur að átaksverkefni á einu menningarsvæði geta skilað góðum árangri,“ segir Þorgerður Agla. „Fyrsta mál á dagskrá er að hitta útgefendur á þeirra heimavelli.“ Fundað verður með útgefendum í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í maí. „Andri Snær Magnason, nýkrýndur bókmenntaverðlaunahafi, kemur með okkur til Svíþjóðar og talar við útgefendur. Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur kemur einnig með og talar við útgefendur um íslenskar samtímabókmenntir.“ Ekki verður látið staðar numið við utanferð til Svíþjóðar. „Við ætlum að fara til Finnlands og Noregs og vonandi Grænlands og Færeyja á næsta ári,“ segir Þorgerður Agla. „Síðan tökum við Hollendinga og Norðmenn okkur til fyrirmyndar, en þeir standa framarlega í bókmenntakynningu, og útbúum lista yfir bækur til að kynna fyrir erlendum útgefendum. Eins ætlum við að kynna þýðingarstyrki sem í boði eru, en norræna ráðherranefndin styrkir þýðingar á milli norðurlandamála. Svo ætlum við að gera okkar til að auka sýnileika íslenskra bókmennta í dagskrá Bókamessunnar í Gautaborg, en hana sækja árlega um 100.000 gestir,“ segir Þorgerður Agla.
Menning Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira