Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta lokun um Dettifossveg vestan Jökulsár (nr. 862) frá Hringvegi norður að Dettifossi. Aðrar leiðir á svæðinu, þar á meðal gönguleiðir, eru þó áfram lokaðar.
Í tilkynningu segir að ákvörðunin byggi á áhættuminnkandi aðgerðum almannavarna, auknu eftirliti af hálfu Vatnajökulsþjóðgarðs, minnkandi straumi gangandi ferðamanna, aukinni getu til eftirlits með mælingum auk viðbótarlöggæslu á svæðinu.
„Áréttað er að ákvörðunin byggir ekki á minnkandi flóðahættu heldur aukinni eftirlitsgetu.“
Ákvörðunin tekur gildi á morgun 2. september klukkan 8.

