Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. ágúst 2014 14:13 Elfar Logi Ágúst G. Atlason Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. Fjöldi fólks leggur leið sína vestur á firði til þess að vera viðstatt og taka þátt í hátíðinni, en dagskráin í dag er þéttskipuð, og hefur verið síðan hátíðin hófst á miðvikudaginn. Meðal þeirra sem hafa lagt leið sína á Act Alone eru Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og eiginmaður hennar, leikarinn Arnar Jónsson. Þá er Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir á Suðureyri, ásamt eiginmanni sínum Agli Ólafssyni. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar Framtíðar er einnig á Suðureyri í fylgd unnusta síns, Guðmundi Kristjáni Jónssyni. Egill ÓlafssonÁgúst G. Atlason Leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar er viðstaddur, en hann er jafnframt í sjórn hátíðarinnar sem er skipulögð af Elfari Loga Hannessyni, sem segir hátíðina ganga vonum framar. Þá er Kolbrún Halldórsdóttir með myndlistarsýningu Eddu Heiðrúnar Backman, Eirikur Örn Norðdahl les ljóð i Þurrkverinu í kvöld og svo mætti lengi telja. Í gærkvöldi lék Egill Ólafsson, Stuðmaður, á als oddi. Hann söng lög úr söngleiknum Gretti auk þess sem hann gerði sér lítið fyrir og tók nokkur Bítlalög við mikinn fögnuð viðstaddra. Úr Scape of GraceÁgúst G. AtlasonSaga Sigurðardóttir, dansari, stal svo senunni í félagsheimilinu með verkinu Scape of Grace. Saga er einn áhugaverðasti dansari og danshöfundur landsins og gaf hvergi eftir í flutningi sínum í þetta sinn. Saga er einnig meðlimur sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur og verður án efa spennandi að sjá. Í dag skemmtir Sirkus Íslands um allt þorp, auk þess sem Villi Naglbítur heldur vísindanámskeið fyrir þá yngstu.Anna RichardsdóttirVísir/Ólöf SkaftadóttirÞá sýndi gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir verkið Þrifagjörning snemma í dag.Hjörtur Jóhann JónssonMYND/Úr einkasafniLeikritið Grande, með Hirti Jóhanni Jónssyni, leikara, eftir leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson verður svo sýnt í félagsheimilinu klukkan fimm í dag. "Ég lék fyrst í Grande árið 2011, en verkefnið var útskriftarverkefni Tyrfings úr Fræði og Framkvæmd í Listaháskólanum. Síðan höfum við breytt því og lagað það til, enda höfum við sýnt það víða. Mér þykir mjög vænt um verkið og hlutverkið, en ég leik miðaldra hommahækju í Hlíðunum sem pínir son sinn til að búa til með sér skemmtiatriði fyrir fimmtugsafmæli sem henni er ekki einu sinni boðið í," segir Hjörtur Jóhann og hlær. Þá bíða áhorfendur í ofvæni eftir Sveinsstykki Þorvaldar Þorsteinssonar, sem Arnar Jónsson leikur, sem sýnt verður í félagsheimilinu klukkan 8. Leikritið Múrsteinn með Benedikt Gröndal verður svo sýnt í Þurrkverinu klukkan 10. Myndband af gærdeginum á hátíðinni má sjá hér að neðan. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. Fjöldi fólks leggur leið sína vestur á firði til þess að vera viðstatt og taka þátt í hátíðinni, en dagskráin í dag er þéttskipuð, og hefur verið síðan hátíðin hófst á miðvikudaginn. Meðal þeirra sem hafa lagt leið sína á Act Alone eru Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og eiginmaður hennar, leikarinn Arnar Jónsson. Þá er Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir á Suðureyri, ásamt eiginmanni sínum Agli Ólafssyni. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar Framtíðar er einnig á Suðureyri í fylgd unnusta síns, Guðmundi Kristjáni Jónssyni. Egill ÓlafssonÁgúst G. Atlason Leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar er viðstaddur, en hann er jafnframt í sjórn hátíðarinnar sem er skipulögð af Elfari Loga Hannessyni, sem segir hátíðina ganga vonum framar. Þá er Kolbrún Halldórsdóttir með myndlistarsýningu Eddu Heiðrúnar Backman, Eirikur Örn Norðdahl les ljóð i Þurrkverinu í kvöld og svo mætti lengi telja. Í gærkvöldi lék Egill Ólafsson, Stuðmaður, á als oddi. Hann söng lög úr söngleiknum Gretti auk þess sem hann gerði sér lítið fyrir og tók nokkur Bítlalög við mikinn fögnuð viðstaddra. Úr Scape of GraceÁgúst G. AtlasonSaga Sigurðardóttir, dansari, stal svo senunni í félagsheimilinu með verkinu Scape of Grace. Saga er einn áhugaverðasti dansari og danshöfundur landsins og gaf hvergi eftir í flutningi sínum í þetta sinn. Saga er einnig meðlimur sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur og verður án efa spennandi að sjá. Í dag skemmtir Sirkus Íslands um allt þorp, auk þess sem Villi Naglbítur heldur vísindanámskeið fyrir þá yngstu.Anna RichardsdóttirVísir/Ólöf SkaftadóttirÞá sýndi gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir verkið Þrifagjörning snemma í dag.Hjörtur Jóhann JónssonMYND/Úr einkasafniLeikritið Grande, með Hirti Jóhanni Jónssyni, leikara, eftir leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson verður svo sýnt í félagsheimilinu klukkan fimm í dag. "Ég lék fyrst í Grande árið 2011, en verkefnið var útskriftarverkefni Tyrfings úr Fræði og Framkvæmd í Listaháskólanum. Síðan höfum við breytt því og lagað það til, enda höfum við sýnt það víða. Mér þykir mjög vænt um verkið og hlutverkið, en ég leik miðaldra hommahækju í Hlíðunum sem pínir son sinn til að búa til með sér skemmtiatriði fyrir fimmtugsafmæli sem henni er ekki einu sinni boðið í," segir Hjörtur Jóhann og hlær. Þá bíða áhorfendur í ofvæni eftir Sveinsstykki Þorvaldar Þorsteinssonar, sem Arnar Jónsson leikur, sem sýnt verður í félagsheimilinu klukkan 8. Leikritið Múrsteinn með Benedikt Gröndal verður svo sýnt í Þurrkverinu klukkan 10. Myndband af gærdeginum á hátíðinni má sjá hér að neðan.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira