Innlent

Jóhanna Sig snýr vörn í sókn: „Er til of mikils mælst að Bjarni skili lyklunum nú?“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. vísir/gva
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, snýr vörn í sókn í færslu sem hún birti á Facebook síðu sinni í kvöld. Í færslunni vísar hún í umdeild ummæli Bjarna Benediktssonar í stjórnartíð hennar árið 2012 þar sem hann krafðist þess að hún léti af störfum vegna dapurs fylgis ríkisstjórnarinnar, sem var þá 28 prósent. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup er núverandi ríkisstjórn með 38 prósenta fylgi.

„Þegar ríkisstjórn mín hafði starfað í nærfellt fjögur ár við að endurreisa íslenskt samfélag úr rústum frjálshyggjunnar gargaði Bjarni Bendiktsson á mig úr ræðustól og sagði; "Skilaðu lyklunum, Jóhanna". Þá mældist ríkisstjórn mín með svipað fylgi og núverandi ríkisstjórn mælist nú eftir eins og hálfs árs valdasetu. Er til of mikils mælst að Bjarni skili lyklunum nú?“ skrifar Jóhanna á Facebook.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jóhanna rifjar upp þessi orð Bjarna en í apríl síðastliðnum birti hún sambærilega færslu á Facebook síðu sinni. Þar spurði hún hvort ekki væri rétt að Bjarni skili lyklunum að stjórnarráðinu í tilefni af nýrri skýrslu Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands.

Færslur Jóhönnu má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×