„Situr samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2014 20:52 Þingkonan lætur lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa sárnað við lesturinn og ætlar að halda sínu striki. „Auk þess á fólk eins þú ekkert erindi inná Alþingi. Ekki gleyma hver borgar undir rassgatið á þér og aðstoðarkonunni þinni á Alþingi. Þú hefur ekkert að gera þarna inn. Þú situr bara samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn.“ Þessi skilaboð blöstu við Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni Bjartrar framtíðar, þegar hún fór í gegnum skilaboðin sín á Facebook á dögunum. Skilaboðin fékk hún send frá nafnlausum aðila í kjölfar gagnrýni hennar á orð Vigdísar Finnbogadóttur í desember síðastliðnum.Lífið einkennist af fordómum Freyja segir þessi skilaboð með þeim grófari sem hún hefur fengið, en algengt sé að hún fái sambærileg skilaboð. „Lífið einkennist mikið af fordómum og þess vegna í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Hægt og rólega fer þetta að sogast inn í líkamann og verða partur af manns eigin hugsunum. Sem er hættulegt en sem betur fer á ég mjög sterkt bakland sem heldur mér við efnið,“ segir Freyja í samtali við Vísi.Hér má sjá skjáskot af skilaboðunum sem Freyja fékk.Trúarflokkur vildi „lækna“ Freyju „Þetta er með því svæsnasta sem ég hef fengið en svona skilaboð eru algeng. Ég hef til dæmis fengið bréf frá trúarflokki, sem ég ætla ekki að nafngreina, þar sem verið var að hvetja mig til að biðja meira svo ég geti læknast. Vildu að ég myndi hætta að vera fötluð, eins og það væri eftirsóknarvert.“ Freyja lætur þetta lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa vissulega sárnað við lesturinn. Hún hafi ákveðið að birta þessi skilaboð til að koma fólki í skilning um þá fordóma sem fatlað fólk verður fyrir. „Þetta tekur á mig og veldur sársauka. Þess vegna ætlaði ég ekki að birta skilaboðin og fannst það erfið ákvörðun og langar ekki að allir lesi svona ógeðsleg orð um mig. En ég fann að mikilvægara væri að sýna fram á að það er fullt af fólki í samfélaginu sem hugsar svona og það hefur áhrif á það hvaða stöðu fatlað fólk hefur á Íslandi. Það verður að horfast í augu við það til þess að geta gert eitthvað í því,“ segir Freyja. Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
„Auk þess á fólk eins þú ekkert erindi inná Alþingi. Ekki gleyma hver borgar undir rassgatið á þér og aðstoðarkonunni þinni á Alþingi. Þú hefur ekkert að gera þarna inn. Þú situr bara samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn.“ Þessi skilaboð blöstu við Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni Bjartrar framtíðar, þegar hún fór í gegnum skilaboðin sín á Facebook á dögunum. Skilaboðin fékk hún send frá nafnlausum aðila í kjölfar gagnrýni hennar á orð Vigdísar Finnbogadóttur í desember síðastliðnum.Lífið einkennist af fordómum Freyja segir þessi skilaboð með þeim grófari sem hún hefur fengið, en algengt sé að hún fái sambærileg skilaboð. „Lífið einkennist mikið af fordómum og þess vegna í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Hægt og rólega fer þetta að sogast inn í líkamann og verða partur af manns eigin hugsunum. Sem er hættulegt en sem betur fer á ég mjög sterkt bakland sem heldur mér við efnið,“ segir Freyja í samtali við Vísi.Hér má sjá skjáskot af skilaboðunum sem Freyja fékk.Trúarflokkur vildi „lækna“ Freyju „Þetta er með því svæsnasta sem ég hef fengið en svona skilaboð eru algeng. Ég hef til dæmis fengið bréf frá trúarflokki, sem ég ætla ekki að nafngreina, þar sem verið var að hvetja mig til að biðja meira svo ég geti læknast. Vildu að ég myndi hætta að vera fötluð, eins og það væri eftirsóknarvert.“ Freyja lætur þetta lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa vissulega sárnað við lesturinn. Hún hafi ákveðið að birta þessi skilaboð til að koma fólki í skilning um þá fordóma sem fatlað fólk verður fyrir. „Þetta tekur á mig og veldur sársauka. Þess vegna ætlaði ég ekki að birta skilaboðin og fannst það erfið ákvörðun og langar ekki að allir lesi svona ógeðsleg orð um mig. En ég fann að mikilvægara væri að sýna fram á að það er fullt af fólki í samfélaginu sem hugsar svona og það hefur áhrif á það hvaða stöðu fatlað fólk hefur á Íslandi. Það verður að horfast í augu við það til þess að geta gert eitthvað í því,“ segir Freyja.
Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira