Bárðarbunga gæti tæmt sig á sólarhring Svavar Hávarðsson skrifar 27. september 2014 13:21 Ármann Höskuldsson Vísi/Auðunn/Egill Bárðarbunga gæti tæmt kvikuhólfið undir fjallinu á einum til tveimur sólarhringum, ef til stórs sprengigoss kæmi. Askan sem félli við slíkan atburð yrði til vandræða í allt að tvö ár eftir að gosi lyki. Þetta kom fram í máli Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um síðustu helgi, en þar spurðu fundarmenn Ármann hvað myndi gerast ef allt færi á versta veg. „Stærsta, og versta, eldgosið sem þarna getur komið upp verður búið á örskömmum tíma. Hérna er ég að tala um risastórt gos, en kosturinn er að fjallið er langt inni í landi og langt frá öllum. Með þessu kæmu verstu flóðin sem búið er að teikna upp í þessari sviðsmynd og Jökulsá myndi fjörutíufalda vatnsmagn sitt með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum,“ segir Ármann en bætir við að, þó að það sé eins og öfugmælavísa, þá sé slíkt gos ekki svo slæmt þrátt fyrir allt. „Það verður auðvitað skelfilegt myrkur, en á undanförnum árum hefur fólk á Suðurlandi upplifað þetta sama. Þetta verður ekkert mikið öðruvísi því byggð ból eru það langt frá fjallinu.“ Ármann segist ekki að ástæðulausu hafa gert grein fyrir því á fundinum hvers Bárðarbunga er megnug, og allir þurfi að hafa þetta hugfast, ekki síst þeir sem telja sig eiga erindi að gosstöðvunum. „Menn verða að vera undir þetta búnir – þetta verður hryllilegt á meðan á því stendur en kosturinn er kannski að þurfa ekki að hafa þetta hangandi yfir sér í áratug.“ Spurður nánar um hvernig eldgos af þessari stærðargráðu gæti litið út, þá segir Ármann að gosmökkurinn færi í allt að 30 kílómetra hæð, enda væri fjallið að ryðja frá sér gríðarlegu magni af gosefnum á skömmum tíma; allt að milljarði tonna. En þó að Bárðarbunga myndi ryðja úr sér á sólarhring eða tveimur, þá þýðir það hins vegar ekki að þá væri umbrotunum fyrir norðan jökulinn endilega lokið. „Þessi kvika sem er að koma upp fyrir norðan jökulsporðinn er að koma dýpra að, meira og minna. Sprengigos í Bárðarbungu kæmi úr grynnra kvikuhólfi. Það versta myndi klára sig, en svo gætu menn haft hraungos sullandi í einhvern tíma sem skapa enga meiri hættu en er frá gasinu sem kemur upp núna,“ segir Ármann.Sprengigos Ármann nefnir, með fyrirvörum, eldgosið í Pinatubo á Filippseyjum árið 1991, til að gefa hugmynd um risagos í Bárðarbungu. nordicphotos/afp Bárðarbunga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Bárðarbunga gæti tæmt kvikuhólfið undir fjallinu á einum til tveimur sólarhringum, ef til stórs sprengigoss kæmi. Askan sem félli við slíkan atburð yrði til vandræða í allt að tvö ár eftir að gosi lyki. Þetta kom fram í máli Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um síðustu helgi, en þar spurðu fundarmenn Ármann hvað myndi gerast ef allt færi á versta veg. „Stærsta, og versta, eldgosið sem þarna getur komið upp verður búið á örskömmum tíma. Hérna er ég að tala um risastórt gos, en kosturinn er að fjallið er langt inni í landi og langt frá öllum. Með þessu kæmu verstu flóðin sem búið er að teikna upp í þessari sviðsmynd og Jökulsá myndi fjörutíufalda vatnsmagn sitt með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum,“ segir Ármann en bætir við að, þó að það sé eins og öfugmælavísa, þá sé slíkt gos ekki svo slæmt þrátt fyrir allt. „Það verður auðvitað skelfilegt myrkur, en á undanförnum árum hefur fólk á Suðurlandi upplifað þetta sama. Þetta verður ekkert mikið öðruvísi því byggð ból eru það langt frá fjallinu.“ Ármann segist ekki að ástæðulausu hafa gert grein fyrir því á fundinum hvers Bárðarbunga er megnug, og allir þurfi að hafa þetta hugfast, ekki síst þeir sem telja sig eiga erindi að gosstöðvunum. „Menn verða að vera undir þetta búnir – þetta verður hryllilegt á meðan á því stendur en kosturinn er kannski að þurfa ekki að hafa þetta hangandi yfir sér í áratug.“ Spurður nánar um hvernig eldgos af þessari stærðargráðu gæti litið út, þá segir Ármann að gosmökkurinn færi í allt að 30 kílómetra hæð, enda væri fjallið að ryðja frá sér gríðarlegu magni af gosefnum á skömmum tíma; allt að milljarði tonna. En þó að Bárðarbunga myndi ryðja úr sér á sólarhring eða tveimur, þá þýðir það hins vegar ekki að þá væri umbrotunum fyrir norðan jökulinn endilega lokið. „Þessi kvika sem er að koma upp fyrir norðan jökulsporðinn er að koma dýpra að, meira og minna. Sprengigos í Bárðarbungu kæmi úr grynnra kvikuhólfi. Það versta myndi klára sig, en svo gætu menn haft hraungos sullandi í einhvern tíma sem skapa enga meiri hættu en er frá gasinu sem kemur upp núna,“ segir Ármann.Sprengigos Ármann nefnir, með fyrirvörum, eldgosið í Pinatubo á Filippseyjum árið 1991, til að gefa hugmynd um risagos í Bárðarbungu. nordicphotos/afp
Bárðarbunga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira