"Núverandi stefna er ekki að virka“ Bjarki Ármannsson skrifar 20. febrúar 2014 22:39 Vilhjálmur Árnason starfaði sem lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. „Refsingarnar virðast ekki hafa það mikil áhrif. Ég sé að núverandi stefna er ekki að virka og að hún getur í fullmörgum tilfellum verið hindrandi því að fólk nái sér út úr óreglunni,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur er einn flutningsmanna þingsályktunartillögu Pírata um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum áhrifum fíkniefna. Vilhjálmur starfaði sem lögregluþjónn áður en hann hlaut sæti í þingi nú í vor og þekkir því til fíkniefnamála og refsistefnu stjórnvalda betur en margir. Hann segir að ríkjandi viðhorf til fíkniefnaneytanda sé skaðsamt.Aðstoða ber fíkniefnaneytendur „Þú ert kannski ungur og þú byrjar í neyslu og þú veist ekkert hvað þú ert að gera,“ segir Vilhjálmur. „Svo kannski áttar þú þig á því og vilt breyta til, þá er kannski búið að útiloka svo mikið af því að þú ert á sakaskrá, skuldar ríkinu eitthvað og þarft að vinna það upp. Þú þarft alltaf að byrja á því að losa þig við fortíðina.“ Vilhjálmur bendir einnig á að oft leiðist fólk út í fíkniefnaneyslu vegna vanlíðan eða andlegrar vanheilsu. „Þá er það besta til að komast út úr þessari andlegu vanlíðan, það er ábyggilega að fá góða vinnu eða komast í nám. Þá má þetta ekki vera á bakinu á þér að hindra þig í því.“ Vilhjálmur segir að stefna stjórnvalda eigi að ganga út á það að reyna að aðstoða fíkniefnaneytendur úr vanda sínum, frekar en að taka sífellt á móti fólki sem glæpamönnum. Það sé þó ekki þar með sagt að fíkniefnaneysla verði dæmd æskileg. „Ég vil hafa skýra reglu að samfélagið „gúdderi“ ekki fíkniefni. Það verður að vera mjög strangt eftirlit með þeim sem aka undir áhrifum fíkniefna, það má vera meira „tolerance“ fyrir því að fyrirtæki mæli starfsfólk upp á fíkniefni og annað slíkt.“Vill opna umræðu Vilhjálmur segist ekki eiga von á því að refsing við neyslu fíkniefna verði afnumin nú á næstunni. Hann vonar þó að með þessari nýju tillögu fari af stað umræða um fíkniefnastefnu og hvernig henni mætti breyta til batnaðar. „Fyrst og fremst snýst þetta um að skapa þessa umræðu. Að líta á þessa staðreynd, að fíkniefnaneysla er að aukast þrátt fyrir refsistefnuna. Svo erum við með dæmi eins og frá Portúgal, þar sem neysla fíkniefna er bönnuð en það er ekkert refsað fyrir það. Og þar lækkaði neyslan strax og þeir sáu strax árangurinn af því.“ „Ég á von á því að nú verði fólk tilbúið að koma og ræða málin. Það er svo oft þegar við förum að ræða þessi mál, að þá er þetta er allt bara upphrópanir. Það er aldrei hægt að taka bara skynsamlega umræðu. Er þetta að virka eða er þetta ekki að virka? Eigum við að draga úr refsistefnu eða þurfum við að herða hana? Er nóg að bæta bara í forvarnir og fræðslu eða eigum við að draga úr refsistefnu, vegna þess að það hefur virkað annars staðar, og bæta hinu við?“ „Þetta er mjög áhugaverð umræða en það er mikilvægt að hún sé rædd af skynsemi. Við fögnum því að þessi umræða sé byrjuð og vonum að hún leiði til þess að fíkniefnaneysla minnki. Það er okkar draumur.“ Tengdar fréttir Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36 „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
„Refsingarnar virðast ekki hafa það mikil áhrif. Ég sé að núverandi stefna er ekki að virka og að hún getur í fullmörgum tilfellum verið hindrandi því að fólk nái sér út úr óreglunni,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur er einn flutningsmanna þingsályktunartillögu Pírata um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum áhrifum fíkniefna. Vilhjálmur starfaði sem lögregluþjónn áður en hann hlaut sæti í þingi nú í vor og þekkir því til fíkniefnamála og refsistefnu stjórnvalda betur en margir. Hann segir að ríkjandi viðhorf til fíkniefnaneytanda sé skaðsamt.Aðstoða ber fíkniefnaneytendur „Þú ert kannski ungur og þú byrjar í neyslu og þú veist ekkert hvað þú ert að gera,“ segir Vilhjálmur. „Svo kannski áttar þú þig á því og vilt breyta til, þá er kannski búið að útiloka svo mikið af því að þú ert á sakaskrá, skuldar ríkinu eitthvað og þarft að vinna það upp. Þú þarft alltaf að byrja á því að losa þig við fortíðina.“ Vilhjálmur bendir einnig á að oft leiðist fólk út í fíkniefnaneyslu vegna vanlíðan eða andlegrar vanheilsu. „Þá er það besta til að komast út úr þessari andlegu vanlíðan, það er ábyggilega að fá góða vinnu eða komast í nám. Þá má þetta ekki vera á bakinu á þér að hindra þig í því.“ Vilhjálmur segir að stefna stjórnvalda eigi að ganga út á það að reyna að aðstoða fíkniefnaneytendur úr vanda sínum, frekar en að taka sífellt á móti fólki sem glæpamönnum. Það sé þó ekki þar með sagt að fíkniefnaneysla verði dæmd æskileg. „Ég vil hafa skýra reglu að samfélagið „gúdderi“ ekki fíkniefni. Það verður að vera mjög strangt eftirlit með þeim sem aka undir áhrifum fíkniefna, það má vera meira „tolerance“ fyrir því að fyrirtæki mæli starfsfólk upp á fíkniefni og annað slíkt.“Vill opna umræðu Vilhjálmur segist ekki eiga von á því að refsing við neyslu fíkniefna verði afnumin nú á næstunni. Hann vonar þó að með þessari nýju tillögu fari af stað umræða um fíkniefnastefnu og hvernig henni mætti breyta til batnaðar. „Fyrst og fremst snýst þetta um að skapa þessa umræðu. Að líta á þessa staðreynd, að fíkniefnaneysla er að aukast þrátt fyrir refsistefnuna. Svo erum við með dæmi eins og frá Portúgal, þar sem neysla fíkniefna er bönnuð en það er ekkert refsað fyrir það. Og þar lækkaði neyslan strax og þeir sáu strax árangurinn af því.“ „Ég á von á því að nú verði fólk tilbúið að koma og ræða málin. Það er svo oft þegar við förum að ræða þessi mál, að þá er þetta er allt bara upphrópanir. Það er aldrei hægt að taka bara skynsamlega umræðu. Er þetta að virka eða er þetta ekki að virka? Eigum við að draga úr refsistefnu eða þurfum við að herða hana? Er nóg að bæta bara í forvarnir og fræðslu eða eigum við að draga úr refsistefnu, vegna þess að það hefur virkað annars staðar, og bæta hinu við?“ „Þetta er mjög áhugaverð umræða en það er mikilvægt að hún sé rædd af skynsemi. Við fögnum því að þessi umræða sé byrjuð og vonum að hún leiði til þess að fíkniefnaneysla minnki. Það er okkar draumur.“
Tengdar fréttir Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36 „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36
„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54
Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00
Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44