Innlent

Hanna Birna hélt trúnaðarfund með formönnum allra flokkanna

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hanna Birna og formennirnir sex.
Hanna Birna og formennirnir sex.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hélt, um eftirmiðdag í gær, trúnaðarfund með formönnum allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi.

Samkvæmt heimildum Vísis var farið yfir stöðu mála í Landsdómsmálinu svokallaða, en mál Geirs H. Haarde er nú komið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Á fundinum fræddi Hanna Birna formenn flokkanna um bréf frá Mannréttindadómstólnum og álitsgerðir sem unnar hafa verið um málið fyrir innanríkisráðuneytið.

Þeir sem boðaðir voru á fundinn voru Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson frá Framsóknarflokki, Birgitta Jónsdóttir frá Pírötum, Guðmundur Steingrímsson frá Bjartri Framtíð, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum og Árni Páll Árnason frá Samfylkingu.


Tengdar fréttir

Landsdómsmálið: Álíka margir ánægðir og óánægðir

Álíka margir sögðust ánægðir og óánægðir með niðurstöðu Alþingis að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að landsdómsákæra á hendur Geir H. Haarde yrði afturkölluð, í könnun sem Capacent Gallup gerði í byrjun mars.

Aukið á skömm Alþingis

Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður.

Harma pólitísk réttarhöld

Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde.

Landsdómsmálið heldur áfram - frávísunartillaga samþykkt

Frávísunartillaga á þingályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um að afturkalla ákæru á hendur Geirs H. Haarde, var samþykkt á Alþingi nú fyrir stundu, með 33 atkvæðum gegn 27. Það þýðir að þingmenn munu ekki greiða atkvæði um hvort að ákæra verður afturkölluð. Landsdómsmálið heldur því áfram. Aðalmeðferð fer fram á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×