Innlent

Ný sigdæld við Dyngjujökul

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/Fáfnir Árnason
Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 

Í gær var ákveðið að rýma svæðið næst gosstöðvunum í Holuhrauni og setja upp innri lokun þar við. Þetta var gert vegna mikils óróa, sem kom fram á mælum.

Aukinn gosórói er enn á svæðin í kringum Holuhraun og Dyngjujökul.

Ljósmyndina sem fylgir fréttinni tók flugmaður Mýflugs, Fáfnir Árnason, seint í gær af sprungunni og sigdældinni suðvestan gossprungunnar, norðan við sporð Dyngjujökuls.


Tengdar fréttir

Hvað á nýja eldstöðin að heita?

Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun.

Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan 13:45 og 16:30 í dag. Gossprungan er um 1,5 kílómetri og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×