Körfubolti

Jordan og Barkley eru ekki lengur vinir

Fyrrum félagarnir léttir í leik hér á árum áður.
Fyrrum félagarnir léttir í leik hér á árum áður. vísir/getty
Michael Jordan og Charles Barkley voru eitt sinn perluvinir en það er liðin tíð.

Barkley talaði alltaf vel um Jordan og sagði hann hafa hjálpað sér mikið hér á árum áður. „Hann var mér eins og bróðir. Michael er frábær viðskiptamaður. Hann var líklega fyrsti atvinnuíþróttamaðurinn sem hafði almennilegt vit á viðskiptum," sagði Barkley.

„Hann kenndi mér hvernig ætti að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum og sagði mér að hætta að fá endalausa peninga frá Nike. Ég ætti frekar að fá hlutabréf í fyrirtækinu ásamt því að fá greitt. Ég hlustaði á hann og þrefaldaði peningana mína. Hann var frábær að kenna mér á viðskiptaheiminn og góður vinur."

Það var þá en í dag er kalt á milli þeirra.

„Það fór illa í hann hvernig ég talaði um Charlotte Bobcats. Ég reyni alltaf að vera heiðarlegur og sanngjarn. Hann er standa sig miklu betur með liðið núna en hann gerði. Þegar liðið var að bjóða upp á einn lélegasta árangur í sögu deildarinnar þá var Michael ekki að standa sig vel í vinnunni. Því miður þá tók hann gagnrýni minni persónulega," sagði Barkley en honum finnst leiðinlegt að Michael hafi tekið gagnrýni hans svona illa.

„Ég mun alltaf elska hann eins og bróðir en ég mun líka alltaf vinna mína vinnu heiðarlega. Ég held samt að við getum unnið úr okkar málum og orðið aftur vinir."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×