Innlent

Aflétta lokun í Holuhrauni

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/egill
Lögreglustjórinn á Húsavík, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta innri lokun í Holuhrauni og munu vísindamenn og fjölmiðlar á svæðinu geta farið aftur að gosstöðvunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þetta er gert með þeim fyrirvara að það gæti komið til þess að rýma aftur ef aðstæður breytast. Sem fyrr á þessi aðgangsheimild einungis við um vísindamenn og fjölmiðlafólk.

Í gær var ákveðið að rýma svæðið næst gosstöðvunum í Holuhrauni og setja upp innri lokun þar við. Þetta var gert vegna mikils óróa, sem kom fram á mælum.

Óróinn gekk niður í gærkvöldi og hefur ekki orðið vart aftur í sama mæli og í gær.

Að neðan má sjá myndband sem Kristinn Ingi Pétursson tók af gosstöðvunum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×