Fimm þýðingar á glæpasögum tilnefndar til Ísnálarinnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. júlí 2014 13:00 Magnea J. Matthíasdóttir: "Gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“ Vísir/GVA „Glæpasögur eru stór hluti af því sem fólk les og það er ekki endilega neitt auðveldara að þýða glæpasögur en aðrar bókmenntir,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, spurð hvað komi til að ákveðið hafi verið að veita sérstök verðlaun fyrir þýðingu á glæpasögu. „Okkur fannst tímabært að veita þeim dálitla athygli. Það eru fjölmargir þýðendur sem vinna við það að þýða glæpasögur og margir þeirra gera það mjög vel.“ Magnea segir að þrátt fyrir að glæpasögur njóti mikilla vinsælda lesenda þá þyki sú bókmenntagrein enn ómerkilegri en margar aðrar. „Það er ekki alveg réttlátt því þetta eru ekki bara bækur sem maður les sér til afþreyingar. Oft taka þær á samfélagsmálum og eitt einkenni góðra glæpasagna er að þær tala beint inn í nútímann eins og öll góð bókmenntaverk.“ Að verðlaununum standa, auk Bandalags þýðenda og túlka, Hið íslenska glæpafélag og glæpasagnahátíðin Iceland Noir og verða þau afhent í fyrsta sinn á hátíðinni Iceland Noir í Norræna húsinu, þann 22. nóvember næstkomandi. Þær glæpasögur sem gefnar hafa verið út síðan í júní í fyrra voru gjaldgengar til tilnefningar en dómnefnd, skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttur, alþingismanni og fyrrverandi menntamálaráðherra, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókmenntagagnrýnanda, Magneu J. Matthíasdóttur, Quentin Bates, rithöfundi og þýðanda, og Ragnari Jónassyni rithöfundi, valdi fimm bækur á listann yfir tilnefningar til Ísnálarinnar. „Þetta er búinn að vera ansi stífur lestur,“ segir Magnea. „Það hefur komið út alveg óhemjumagn af glæpasögum á þessu tímabili, miklu meira en mig óraði fyrir þegar við byrjuðum. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“Þessar bækur eru tilnefndar til Ísnálarinnar: Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen. Sigurður Karlsson þýddi. Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn. Bjarni Jónsson þýddi. Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser. Ævar Örn Jósepsson þýddi. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l'affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker. Friðrik Rafnsson þýddi. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Glæpasögur eru stór hluti af því sem fólk les og það er ekki endilega neitt auðveldara að þýða glæpasögur en aðrar bókmenntir,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, spurð hvað komi til að ákveðið hafi verið að veita sérstök verðlaun fyrir þýðingu á glæpasögu. „Okkur fannst tímabært að veita þeim dálitla athygli. Það eru fjölmargir þýðendur sem vinna við það að þýða glæpasögur og margir þeirra gera það mjög vel.“ Magnea segir að þrátt fyrir að glæpasögur njóti mikilla vinsælda lesenda þá þyki sú bókmenntagrein enn ómerkilegri en margar aðrar. „Það er ekki alveg réttlátt því þetta eru ekki bara bækur sem maður les sér til afþreyingar. Oft taka þær á samfélagsmálum og eitt einkenni góðra glæpasagna er að þær tala beint inn í nútímann eins og öll góð bókmenntaverk.“ Að verðlaununum standa, auk Bandalags þýðenda og túlka, Hið íslenska glæpafélag og glæpasagnahátíðin Iceland Noir og verða þau afhent í fyrsta sinn á hátíðinni Iceland Noir í Norræna húsinu, þann 22. nóvember næstkomandi. Þær glæpasögur sem gefnar hafa verið út síðan í júní í fyrra voru gjaldgengar til tilnefningar en dómnefnd, skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttur, alþingismanni og fyrrverandi menntamálaráðherra, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókmenntagagnrýnanda, Magneu J. Matthíasdóttur, Quentin Bates, rithöfundi og þýðanda, og Ragnari Jónassyni rithöfundi, valdi fimm bækur á listann yfir tilnefningar til Ísnálarinnar. „Þetta er búinn að vera ansi stífur lestur,“ segir Magnea. „Það hefur komið út alveg óhemjumagn af glæpasögum á þessu tímabili, miklu meira en mig óraði fyrir þegar við byrjuðum. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“Þessar bækur eru tilnefndar til Ísnálarinnar: Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen. Sigurður Karlsson þýddi. Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn. Bjarni Jónsson þýddi. Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser. Ævar Örn Jósepsson þýddi. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l'affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker. Friðrik Rafnsson þýddi.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira