Ábúðarfull tónlist og þjóðlegar ástríður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2014 13:30 Sif Margrét Tulinius, Lonneke van Straalen, Domenico Codispoti, Jan Bastian Nevel, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Ari Þór Vilhjálmsson. Fréttablaðið/Daníel „Hátíðin verður keyrð á svipuðum nótum og undanfarin ár með fernum tónleikum,“ segir Sigurgeir Agnarsson glaðlega þegar hann er inntur frétta af Reykholtshátíðinni sem hefst á föstudagskvöld og stendur fram á sunnudag. Sigurgeir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar annað árið í röð. „Maður reynir að búa til prógramm sem höfðar til fólks og er spennandi,“ segir hann og nefnir fyrst glænýtt verk eftir Huga Guðmundsson sem hátíðin pantaði. Það nefnist Söngvar úr Hávamálum og verður á lokatónleikunum á sunnudag. „Það gengur vel hjá Huga, hann er nýbúinn að fá þriggja ára starfslaun hjá danska ríkinu,“ bætir hann við til fróðleiks og heldur svo áfram að lýsa dagskránni. „Þær Steinunn og Hanna Dóra eru með söngtónleika á laugardeginum klukkan 17 sem bera undirtitilinn þjóðlegar ástríður. Þær eru þar með spænsk og ensk þjóðlög, líka nokkur eftir Grieg og síðan íslensk einsöngslög í útsetningum eftir Þórð Magnússon, þar fáum við nýjar hliðar á lögunum. Ef fólk vill heyra rómantíska músík þá ætti það að mæta á laugardagskvöldið, þá er tónlist eftir Grieg og Smetana. Þar vantar ekki ástríðurnar. Á opnunartónleikunum er horft í austurátt, að sögn Sigurgeirs. „Þar er verk eftir Prokofiev, sónata fyrir tvær fiðlur, virkilega skemmtileg,“ lýsir hann. „Líka strengjakvartett eftir Sjostakovits, dálítið ábúðarfull tónsmíð og síðan er verið að flytja verk eftir Vasks, hann er Letti, verður sjötugur á næsta ári. Það er sterk músík og áhrifamikil – dálítið mínímalísk, svolítið poppuð og grípandi. Fólk þarf ekki að vera með áunninn smekk á klassískri tónlist til að njóta hennar. Ekki má heldur gleyma að geta hins ægifagra Píanókvintetts Césars Franck sem er á lokatónleikunum á sunnudag klukkan 16.“ Þetta er í átjánda sinn sem Reykholtshátíðin er haldin. Steinunn Birna Ragnarsdóttir stýrði henni fyrstu fjórtán árin og svo Auður Hafsteinsdóttir í tvö ár. „Þetta er gaman og það er í mörg horn að líta,“ segir Sigurgeir. „Maður reynir að vera tímanlega í að bóka fólk og leggja línurnar með prógrammið. Það hefur alltaf verið góð mæting í Reykholti, enda upplagt fyrir fólk sem vill skreppa eitthvað út úr bænum að bruna þangað og skoða sig aðeins um, það er ekki nema klukkutíma akstur. Svo er auðvitað fullt af fólki búsett nær og sumarhúsabyggðir rétt hjá.“ Flytjendur á Reykholtshátíðinni í ár eru: Ari Þór Vilhjálmsson fiðla, Domenico Codispoti píanó, Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran, Jan Bastianan Neven selló, Lonneke Van Straalen fiðla, Sif Margrét Tulinius fiðla, Sigurgeir Agnarsson selló, Steinunn Birna Rangarsdóttir píanó og Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Hátíðin verður keyrð á svipuðum nótum og undanfarin ár með fernum tónleikum,“ segir Sigurgeir Agnarsson glaðlega þegar hann er inntur frétta af Reykholtshátíðinni sem hefst á föstudagskvöld og stendur fram á sunnudag. Sigurgeir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar annað árið í röð. „Maður reynir að búa til prógramm sem höfðar til fólks og er spennandi,“ segir hann og nefnir fyrst glænýtt verk eftir Huga Guðmundsson sem hátíðin pantaði. Það nefnist Söngvar úr Hávamálum og verður á lokatónleikunum á sunnudag. „Það gengur vel hjá Huga, hann er nýbúinn að fá þriggja ára starfslaun hjá danska ríkinu,“ bætir hann við til fróðleiks og heldur svo áfram að lýsa dagskránni. „Þær Steinunn og Hanna Dóra eru með söngtónleika á laugardeginum klukkan 17 sem bera undirtitilinn þjóðlegar ástríður. Þær eru þar með spænsk og ensk þjóðlög, líka nokkur eftir Grieg og síðan íslensk einsöngslög í útsetningum eftir Þórð Magnússon, þar fáum við nýjar hliðar á lögunum. Ef fólk vill heyra rómantíska músík þá ætti það að mæta á laugardagskvöldið, þá er tónlist eftir Grieg og Smetana. Þar vantar ekki ástríðurnar. Á opnunartónleikunum er horft í austurátt, að sögn Sigurgeirs. „Þar er verk eftir Prokofiev, sónata fyrir tvær fiðlur, virkilega skemmtileg,“ lýsir hann. „Líka strengjakvartett eftir Sjostakovits, dálítið ábúðarfull tónsmíð og síðan er verið að flytja verk eftir Vasks, hann er Letti, verður sjötugur á næsta ári. Það er sterk músík og áhrifamikil – dálítið mínímalísk, svolítið poppuð og grípandi. Fólk þarf ekki að vera með áunninn smekk á klassískri tónlist til að njóta hennar. Ekki má heldur gleyma að geta hins ægifagra Píanókvintetts Césars Franck sem er á lokatónleikunum á sunnudag klukkan 16.“ Þetta er í átjánda sinn sem Reykholtshátíðin er haldin. Steinunn Birna Ragnarsdóttir stýrði henni fyrstu fjórtán árin og svo Auður Hafsteinsdóttir í tvö ár. „Þetta er gaman og það er í mörg horn að líta,“ segir Sigurgeir. „Maður reynir að vera tímanlega í að bóka fólk og leggja línurnar með prógrammið. Það hefur alltaf verið góð mæting í Reykholti, enda upplagt fyrir fólk sem vill skreppa eitthvað út úr bænum að bruna þangað og skoða sig aðeins um, það er ekki nema klukkutíma akstur. Svo er auðvitað fullt af fólki búsett nær og sumarhúsabyggðir rétt hjá.“ Flytjendur á Reykholtshátíðinni í ár eru: Ari Þór Vilhjálmsson fiðla, Domenico Codispoti píanó, Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran, Jan Bastianan Neven selló, Lonneke Van Straalen fiðla, Sif Margrét Tulinius fiðla, Sigurgeir Agnarsson selló, Steinunn Birna Rangarsdóttir píanó og Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira