Mætt til að rústa Rey Cup 2014 Snærós Sindradóttir skrifar 24. júlí 2014 07:00 Stúlkurnar í Þrótti Reykjavík leiddu skrúðgöngu gærkvöldsins. VÍSIR/Arnþór „Ég er kominn hingað til að sjá hvernig aðrir leikmenn spila og til að bæta minn eigin leik,“ segir hinn fimmtán ára Jahvan Davidson Miller sem er kominn hingað til lands til að spila fyrir hönd Derby County á Rey Cup-mótinu í Laugardal. „Ég held að þetta sé frábær reynsla fyrir okkur alla. Þetta gefur okkur góða mynd af menningu annarra þjóða, ekki bara í fótbolta,“ bætir hann við.Jahvan frá DerbyÞetta er í þrettánda sinn sem Rey Cup-mótið er haldið og er það stærra í sniðum en áður. Jahvan er einn af 270 erlendum gestum á mótinu en alls munu 1.300 börn og unglingar spila um sjálfan Rey-bikarinn um helgina. „Ég hlakka mjög mikið til. Ég vil bara sjá hvernig allir aðrir spila og hverju ég get breytt. Þetta hjálpar mér að ná mínum markmiðum og verða eins góður og mögulegt er,“ segir Jahvan. Erlendu leikmennirnir eru frá tólf ára aldri. Hinn þrettán ára Rasmus Videgre, sem spilar með Brondby IF í Kaupmannahöfn, er ánægður með fyrstu ferðina sína hingað til lands. „Það er ótrúlegt hvernig veðrið breytist hér og náttúran ykkar er falleg,“ segir Rasmus.Rasmus frá BrondbyHann er mjög metnaðarfullur fyrir framtíð sinni í fótboltanum og stefnir á atvinnumennsku þegar unglingsárunum lýkur. Hann segist hafa háleit markmið fyrir mótið um helgina. „Ég er kominn hingað til að sigra.“ Alls eru um áttatíu lið skráð til keppni í ár og gistir stór hluti þeirra í skólabyggingum nærri Laugardalnum. Mótið var sett með skrúðgöngu og húllumhæi í gærkvöldi en alvaran tekur við í dag. Hingað til lands eru komnir erlendir útsendarar til að fylgjast með keppendum spila í von um að finna hæfileikaríka en óuppgötvaða leikmenn. Það má því búast við að leikmenn muni reima á sig sparitakkaskóna áður en haldið er út á völlinn. Lokahóf mótsins verður haldið með pompi og prakt á laugardagskvöld með dansleik á Nordica hotel við Suðurlandsbraut. Úrslitaleikir mótsins verða leiknir á sunnudag.Þessir unglingspiltar frá Derby voru að koma sér fyrir þegar blaðamann og ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Fyrsta íslenska liðið sem þeir mæta er Þróttur í þriðja flokki karla. Fréttablaðið/ArnþórÁ meðan á mótinu stendur verður þátttakendum boðið ókeypis í Laugardalslaug en þar mun fara fram sundlaugapartí í kvöld. Það viðrar vel til fótboltaiðkunar um helgina þótt búast megi við rigningu á föstudag. Aðra daga verður þurrt, hlýtt og hægur vindur. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
„Ég er kominn hingað til að sjá hvernig aðrir leikmenn spila og til að bæta minn eigin leik,“ segir hinn fimmtán ára Jahvan Davidson Miller sem er kominn hingað til lands til að spila fyrir hönd Derby County á Rey Cup-mótinu í Laugardal. „Ég held að þetta sé frábær reynsla fyrir okkur alla. Þetta gefur okkur góða mynd af menningu annarra þjóða, ekki bara í fótbolta,“ bætir hann við.Jahvan frá DerbyÞetta er í þrettánda sinn sem Rey Cup-mótið er haldið og er það stærra í sniðum en áður. Jahvan er einn af 270 erlendum gestum á mótinu en alls munu 1.300 börn og unglingar spila um sjálfan Rey-bikarinn um helgina. „Ég hlakka mjög mikið til. Ég vil bara sjá hvernig allir aðrir spila og hverju ég get breytt. Þetta hjálpar mér að ná mínum markmiðum og verða eins góður og mögulegt er,“ segir Jahvan. Erlendu leikmennirnir eru frá tólf ára aldri. Hinn þrettán ára Rasmus Videgre, sem spilar með Brondby IF í Kaupmannahöfn, er ánægður með fyrstu ferðina sína hingað til lands. „Það er ótrúlegt hvernig veðrið breytist hér og náttúran ykkar er falleg,“ segir Rasmus.Rasmus frá BrondbyHann er mjög metnaðarfullur fyrir framtíð sinni í fótboltanum og stefnir á atvinnumennsku þegar unglingsárunum lýkur. Hann segist hafa háleit markmið fyrir mótið um helgina. „Ég er kominn hingað til að sigra.“ Alls eru um áttatíu lið skráð til keppni í ár og gistir stór hluti þeirra í skólabyggingum nærri Laugardalnum. Mótið var sett með skrúðgöngu og húllumhæi í gærkvöldi en alvaran tekur við í dag. Hingað til lands eru komnir erlendir útsendarar til að fylgjast með keppendum spila í von um að finna hæfileikaríka en óuppgötvaða leikmenn. Það má því búast við að leikmenn muni reima á sig sparitakkaskóna áður en haldið er út á völlinn. Lokahóf mótsins verður haldið með pompi og prakt á laugardagskvöld með dansleik á Nordica hotel við Suðurlandsbraut. Úrslitaleikir mótsins verða leiknir á sunnudag.Þessir unglingspiltar frá Derby voru að koma sér fyrir þegar blaðamann og ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Fyrsta íslenska liðið sem þeir mæta er Þróttur í þriðja flokki karla. Fréttablaðið/ArnþórÁ meðan á mótinu stendur verður þátttakendum boðið ókeypis í Laugardalslaug en þar mun fara fram sundlaugapartí í kvöld. Það viðrar vel til fótboltaiðkunar um helgina þótt búast megi við rigningu á föstudag. Aðra daga verður þurrt, hlýtt og hægur vindur.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira