Erlent

Bannað að reykja með börn í bílnum

Breska þingið samþykkti í gær að banna reykingar í bílum þar sem barn er meðferðis. Búast má við að farið verði að framfylgja því að fullu fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta, 376 atkvæði gegn 107 og gekk kosningin þvert á flokkslínur.

Hver sá sem reykir í bíl með barni má búast við því að sæta sektum eða því að næla sér í ökupunkta á ökuferlisskrána. Um 300.000 börn á Bretlandseyjum leita til læknis árlega vegna áhrifa óbeinna reykinga og um 9500 þeirra eru lögð inn á sjúkrahús.

Rannsóknir hafa sýnt að eiturefnin sem myndast í andrúmsloftinu við reykingar eru um það bil 11 sinnum sterkari þegar reykt er í bíl en innanhúss og að börn sem komist í mikla snertingu við óbeinar reykingar eigi hættu á lungnasýkingum, astma, eyrnasjúkdómum og fjöldamörg tilfelli vöggudauða hafa einnig verið rekin til þeirra.

Meira um málið á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×