Fótbolti

Belenenses missti af stigi á lokamínútum leiksins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/Heimasíða Belenenses
Helgi Valur Daníelsson og Eggert Gunnþór Jónsson voru báðir í byrjunarliði Belenenses í svekkjandi 1-0 tapi gegn Rio Ave í portúgölsku deildinni í fótbolta í dag.

Íslendingarnir spiluðu báðir allar 90 mínútur leiksins. Belenenses virtist vera að næla sér í mikilvægt stig í botnbaráttunni en í uppbótartíma skoraði Luis Gustavo sigurmark Rio Ave.

Gríðarlega svekkjandi fyrir Belenenses sem situr áfram í fjórtánda sæti portúgölsku deildarinnar eftir leikinn, einu sæti fyrir ofan fallsæti á markamun.

Belenenses mætir Sporting Braga í portúgalska bikarnum um næstu helgi og tekur svo á móti Sporting Braga á heimavelli í næstu umferð portúgölsku úrvalsdeildarinnar viku seinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×