Á gólfi hefðarfólks undir þaki verkafólks 23. janúar 2014 09:46 "Þessu hallargólfi hefðarfólksins er stungið inn í byggingar sem allar hafa raunverulega fortíð sem athafnasvæði verkafólks,“ segir Katrín. Fréttablaðið/GVA „Verkið gengur út frá þeirri grundvallarstaðhæfingu að gólf séu óhreyfanleg, en snýr þessari staðhæfingu upp í andstæðu sína vegna þess að þetta er gólf sem hreyfist,“ segir myndlistarkonan Katrín Sigurðardóttir um listaverkið sem hún var með á Feneyjatvíæringnum. Þar var það í gömlu þvottahúsi, nú er hún að setja það upp í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Það er ekki bara gólf, heldur teikna útlínur þess 18. aldar hallarskála. „Þessu hallargólfi hefðarfólksins er stungið inn í byggingar sem allar hafa raunverulega fortíð sem athafnasvæði verkafólks, þannig að þegar maður gengur á verkinu er maður á gólfi hefðarfólksins en undir þaki verkafólksins,“ segir listakonan. Verkið er á neðri hæð Hafnarhússins, tekur yfir A-salinn og hluta af portinu. Katrín segir rýmra um það hér en var í Feneyjum og segir marga eiga heiðurinn að því að flytja verkið milli landanna. „Ég hef sjálf verið að mestu leyti upptekin við að teikna og skipuleggja uppsetninguna hér vegna þess að það er svo mikið öðruvísi en á Ítalíu.“ Katrín býr og starfar bæði hér á landi og í New York en segir fólk í sinni starfsgrein gjarnan að vinna þar sem verkefnin séu. „Mín verk eru að jafnaði byggð inn í rýmið og eru því staðbundin og gerð þeirra er þá líka staðbundin,“ útskýrir hún. En opnaði þátttaka hennar í Feneyjatvíæringnum henni ekki einhverjar dyr? „Jú, sannarlega. Það var mjög góð aðsókn að sýningunni allan tímann. Til Feneyja kemur margt fólk sem starfar í faginu. Verkið mitt vakti athygli og mér hefur verið boðið á þó nokkuð margar sýningar í framhaldinu. Listasafn Reykjavíkur gaf líka út fallegan bækling sem var á sýningunni úti og hann hefur stuðlað að góðri alþjóðlegri kynningu á verkinu og mér.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Verkið gengur út frá þeirri grundvallarstaðhæfingu að gólf séu óhreyfanleg, en snýr þessari staðhæfingu upp í andstæðu sína vegna þess að þetta er gólf sem hreyfist,“ segir myndlistarkonan Katrín Sigurðardóttir um listaverkið sem hún var með á Feneyjatvíæringnum. Þar var það í gömlu þvottahúsi, nú er hún að setja það upp í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Það er ekki bara gólf, heldur teikna útlínur þess 18. aldar hallarskála. „Þessu hallargólfi hefðarfólksins er stungið inn í byggingar sem allar hafa raunverulega fortíð sem athafnasvæði verkafólks, þannig að þegar maður gengur á verkinu er maður á gólfi hefðarfólksins en undir þaki verkafólksins,“ segir listakonan. Verkið er á neðri hæð Hafnarhússins, tekur yfir A-salinn og hluta af portinu. Katrín segir rýmra um það hér en var í Feneyjum og segir marga eiga heiðurinn að því að flytja verkið milli landanna. „Ég hef sjálf verið að mestu leyti upptekin við að teikna og skipuleggja uppsetninguna hér vegna þess að það er svo mikið öðruvísi en á Ítalíu.“ Katrín býr og starfar bæði hér á landi og í New York en segir fólk í sinni starfsgrein gjarnan að vinna þar sem verkefnin séu. „Mín verk eru að jafnaði byggð inn í rýmið og eru því staðbundin og gerð þeirra er þá líka staðbundin,“ útskýrir hún. En opnaði þátttaka hennar í Feneyjatvíæringnum henni ekki einhverjar dyr? „Jú, sannarlega. Það var mjög góð aðsókn að sýningunni allan tímann. Til Feneyja kemur margt fólk sem starfar í faginu. Verkið mitt vakti athygli og mér hefur verið boðið á þó nokkuð margar sýningar í framhaldinu. Listasafn Reykjavíkur gaf líka út fallegan bækling sem var á sýningunni úti og hann hefur stuðlað að góðri alþjóðlegri kynningu á verkinu og mér.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira