Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2014 15:07 Vísir/AFP Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá stærstu auðlind sinni, erlendum vígamönnum. Áhyggjur eru uppi víða um að þegar vígamenn IS snúi aftur til síns heima muni þeir fremja hryðjuverk þar. Að í átökunum í Sýrlandi og Írak sé verið að þjálfa hryðjuverkamenn framtíðarinnar. Talið er að yfir tvö þúsund manns með ríkisborgararétt í Evrópu berjist með vígahópum í Sýrlandi og Írak. Þar af berjast langflestir fyrir Íslamska ríkið. Vegabréf eru gerð upptæk, grunaðir vígamenn eru handteknir á flugvöllum og víða hefur moskum þar sem rótækur áróður átt sér stað verið lokað. Þá eru tæknifyrirtæki undir sífellt meiri þrýstingi um að þurrka áróður samtakanna út af heimasíðum. Leyniþjónustur víða um heim vinna nú að þróun leiða til að bera kennsl á vígamenn IS á flugvöllumKallar eftir alþjóðlegu átaki „Verði ástandið vanrækt, er ég viss um að innan mánaðar verði þeir komnir til Evrópu og eftir annan mánuð, til Bandaríkjanna,“ hefur AP fréttaveitan eftir Abdullah, konungi Sádi-Arabíu. Hann hefur kallað eftir alþjóðlegu átaki gegn átökunum í Sýrlandi og Írak. Áhrifamiklir íslamskir prestar í Bretlandi kölluðu samtökin Íslamst ríki öfgasamtök trúvillinga og lýstu því yfir að breskir múslimar mættu ekki ganga til liðs við þá. Þeir sögðu breska múslima bera þá skyldu að vinna gegn eitraðri trú IS. Í Frakklandi eru uppi áætlanir um að gera vegabréf þeirra sem hafa barist og ætla sér að berjast fyrir IS í Sýrlandi og Írak upptæk. Jafnframt er unnið að löggjöf þar í landi, sem auðveldar lokun vefsíðna sem dreifa boðskap samtakanna. Þessar áætlanir hafa mætt lítilli sem engri mótspyrnu frá íbúum Frakklands.Hér má sjá yfirlit yfir ódæði IS í Írak að undanförnu.Vísir/Graphic NewsGrimmd, róttækni og agi laða fólk að Talið er að um 900 franskir ríkisborgarar berjist með Íslamska ríkinu og saksóknarar segja yfirvöld rannsaka 329 einstaklinga. Þar á meðal 14 ára stúlka sem á nú yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að berjast fyrir IS. Að minnsta kosti 400 þýskir ríkisborgarar berjast nú í Sýrlandi og Írak, en yfirvöld þar eru áhyggjufull vegna málsins. „Það sem laðar fólk að samtökunum er grimmd þeirra, róttækni og agi þeirra,“ sagði Hans-Georg Maassen, yfirmaður innanlandsleyniþjónustu Þýskalands við AP. „Við verðum að gera ráð fyrir því að mögulega komi fólk aftur heim og fremji hryðjuverk hér.“ Bretar hafa lagt fram lagafrumvarp sem auðveldar yfirvöldum að gera vegabréf grunaðra vígamanna upptæk. Í Hollandi er unnið að því að auðvelda sviptingu ríkisborgararéttar vígamanna og lokun heimasíðna sem útdeila áróðri IS. Yfirvöld í Bosníu handtóku nýverið 16 einstaklinga sem eru grunaðir um að hafa barist í Sýrlandi og Írak. Við komuna heim til Bosníu gengu þeir til liðs við Íslamska vígamenn þar í landi. Nýverið var 16 ára stúlka handtekin á flugvelli í Nice í Frakklandi, ásamt manni sem grunaður er um að hafa fengið hana til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Þá var maður handtekinn á flugvelli í Melbourn í Ástralíu með tugi þúsunda dali í tösku sinni og fána IS.„Ekki líklegir til að verða löghlýðnir borgarar“ 25 ástralskir ríkisborgara fóru til Afganistan eftir innrás Bandaríkjanna 2001 og börðust þar með talibönum. Tveir þriðju þeirra sneru sér að hryðjuverkastarfsemi við komuna heim. Ástralar berjast nú með IS. „Þeir Ástralar og stuðningsmenn þeirra sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtök í miðausturlöndum er alvarleg og vaxandi ógn gegn öryggi okkar,“ sagði Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu. „Menn sem drepa án tilfinninga í öðrum löndum eru ekki líklegir til að verða löghlýðnir borgarar, snúi þeir aftur heim.“ Tengdar fréttir „Réttlætinu verður fullnægt“ Barack Obama segir að Bandaríkin muni, ásamt öðrum þjóðum, eyða Íslamska ríkinu. 3. september 2014 10:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá stærstu auðlind sinni, erlendum vígamönnum. Áhyggjur eru uppi víða um að þegar vígamenn IS snúi aftur til síns heima muni þeir fremja hryðjuverk þar. Að í átökunum í Sýrlandi og Írak sé verið að þjálfa hryðjuverkamenn framtíðarinnar. Talið er að yfir tvö þúsund manns með ríkisborgararétt í Evrópu berjist með vígahópum í Sýrlandi og Írak. Þar af berjast langflestir fyrir Íslamska ríkið. Vegabréf eru gerð upptæk, grunaðir vígamenn eru handteknir á flugvöllum og víða hefur moskum þar sem rótækur áróður átt sér stað verið lokað. Þá eru tæknifyrirtæki undir sífellt meiri þrýstingi um að þurrka áróður samtakanna út af heimasíðum. Leyniþjónustur víða um heim vinna nú að þróun leiða til að bera kennsl á vígamenn IS á flugvöllumKallar eftir alþjóðlegu átaki „Verði ástandið vanrækt, er ég viss um að innan mánaðar verði þeir komnir til Evrópu og eftir annan mánuð, til Bandaríkjanna,“ hefur AP fréttaveitan eftir Abdullah, konungi Sádi-Arabíu. Hann hefur kallað eftir alþjóðlegu átaki gegn átökunum í Sýrlandi og Írak. Áhrifamiklir íslamskir prestar í Bretlandi kölluðu samtökin Íslamst ríki öfgasamtök trúvillinga og lýstu því yfir að breskir múslimar mættu ekki ganga til liðs við þá. Þeir sögðu breska múslima bera þá skyldu að vinna gegn eitraðri trú IS. Í Frakklandi eru uppi áætlanir um að gera vegabréf þeirra sem hafa barist og ætla sér að berjast fyrir IS í Sýrlandi og Írak upptæk. Jafnframt er unnið að löggjöf þar í landi, sem auðveldar lokun vefsíðna sem dreifa boðskap samtakanna. Þessar áætlanir hafa mætt lítilli sem engri mótspyrnu frá íbúum Frakklands.Hér má sjá yfirlit yfir ódæði IS í Írak að undanförnu.Vísir/Graphic NewsGrimmd, róttækni og agi laða fólk að Talið er að um 900 franskir ríkisborgarar berjist með Íslamska ríkinu og saksóknarar segja yfirvöld rannsaka 329 einstaklinga. Þar á meðal 14 ára stúlka sem á nú yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að berjast fyrir IS. Að minnsta kosti 400 þýskir ríkisborgarar berjast nú í Sýrlandi og Írak, en yfirvöld þar eru áhyggjufull vegna málsins. „Það sem laðar fólk að samtökunum er grimmd þeirra, róttækni og agi þeirra,“ sagði Hans-Georg Maassen, yfirmaður innanlandsleyniþjónustu Þýskalands við AP. „Við verðum að gera ráð fyrir því að mögulega komi fólk aftur heim og fremji hryðjuverk hér.“ Bretar hafa lagt fram lagafrumvarp sem auðveldar yfirvöldum að gera vegabréf grunaðra vígamanna upptæk. Í Hollandi er unnið að því að auðvelda sviptingu ríkisborgararéttar vígamanna og lokun heimasíðna sem útdeila áróðri IS. Yfirvöld í Bosníu handtóku nýverið 16 einstaklinga sem eru grunaðir um að hafa barist í Sýrlandi og Írak. Við komuna heim til Bosníu gengu þeir til liðs við Íslamska vígamenn þar í landi. Nýverið var 16 ára stúlka handtekin á flugvelli í Nice í Frakklandi, ásamt manni sem grunaður er um að hafa fengið hana til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Þá var maður handtekinn á flugvelli í Melbourn í Ástralíu með tugi þúsunda dali í tösku sinni og fána IS.„Ekki líklegir til að verða löghlýðnir borgarar“ 25 ástralskir ríkisborgara fóru til Afganistan eftir innrás Bandaríkjanna 2001 og börðust þar með talibönum. Tveir þriðju þeirra sneru sér að hryðjuverkastarfsemi við komuna heim. Ástralar berjast nú með IS. „Þeir Ástralar og stuðningsmenn þeirra sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtök í miðausturlöndum er alvarleg og vaxandi ógn gegn öryggi okkar,“ sagði Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu. „Menn sem drepa án tilfinninga í öðrum löndum eru ekki líklegir til að verða löghlýðnir borgarar, snúi þeir aftur heim.“
Tengdar fréttir „Réttlætinu verður fullnægt“ Barack Obama segir að Bandaríkin muni, ásamt öðrum þjóðum, eyða Íslamska ríkinu. 3. september 2014 10:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
„Réttlætinu verður fullnægt“ Barack Obama segir að Bandaríkin muni, ásamt öðrum þjóðum, eyða Íslamska ríkinu. 3. september 2014 10:58