Lífið

Brjálað stuð í brúðkaupi Begga

Bergsveinn Arilíusson og Rut Tryggvadóttur eru glæsilegt par.
Bergsveinn Arilíusson og Rut Tryggvadóttur eru glæsilegt par. Mynd/Einkasafn
Mikil hátíðarhöld fóru fram um liðna helgi þegar að stórsöngvarinn Bergsveinn Arilíusson, líklega betur þekktur sem Beggi í Sóldögg, kvæntist Rut Tryggvadóttur.

Mikill léttleiki var yfir athöfninni en séra Aðalsteinn Þorvaldsson frá Grundarfirði gaf hjónin saman og gaf hann tóninn fyrir það sem í vændum var. „Hann var mígandi hress og fólk grét úr hlátri í kirkjunni,“ segir Beggi léttur í lundu um prestinn.

Í veislunni, sem þótti einkar létt og skemmtileg, hélt Gunnar Sigurðsson, betur þekktur sem Gunni samloka, ræðu þrátt fyrir að þekkja ekki sálu í salnum. „Hann var frábær, það hefur einhver lænað þessu upp og ég hef gæsirnar grunaðar um þetta,“ bætir Beggi við.

Meðlimir Sóldaggar stigu á svið með söngkonuna Telmu Ágústsdóttur í broddi fylkingar og þá tók Hreimur Örn Heimisson einnig lagið, ásamt Vinum vors og blóma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×