Erlent

Ljósmynd ársins valin í dag

Mynd/AP/John Stanmeye
Ameríski ljósmyndarinn John Stanmeyer vann í dag keppnina World Press Photos sem samtök fréttaljósmyndara um heim allan standa fyrir. Þar keppa ljósmyndarar um bestu ljósmynd sem birst hefur í heimspressunni á síðastliðnu ári.

Ljósmyndin Stanmeyer er tekin af afrískum mönnum við ströndina í Djibouti í Afríku þar sem þeir halda símum á lofti. Myndin er sögð samblanda af tækni, heimsvæðingu og fátækt.

Myndina er að sjá hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×