Erlent

12% fórnarlamba nauðgana karlkyns

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Damian Green
Damian Green VISIR/AFP
Bresk yfirvöld hafa stofnað stuðningssjóð fyrir karlmenn sem er nauðgað. Sjóðurinn hefur úr 500.000 pundum að moða en tilgangur sjóðsins er að veita fórnarlömbum nauðgana stuðning og gera þeim kleift að leita sér ráðgjafar.

Stofnun sjóðsins kemur í kjölfar könnunar sem gaf til kynna að um 72.000 drengjum og mönnum er nauðgað árlega í Englandi og Wales en áætlað er að 12% fórnarlamba nauðgana í Bretlandi séu karlmenn.

Damian Green, lögreglumálaráðherra Bretlands, segir að tilkoma sjóðsins verði vonandi til þess að fleiri fórnarlömb nauðgana leiti sér aðstoðar og að hann komi til með að aflétta þagnarhulunni sem sveipar málaflokkinn.

Samhliða stofnun sjóðsins hefur ráðuneyti Greens blásið til herferðarinnar #breakthesilence sem á að hvetja karlkyns fórnarlömb nauðgana til að segja frá upplifun sinni.

Frekari upplýsingar má nálgast á vef The Guardian




Fleiri fréttir

Sjá meira


×