Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 5. maí 2014 07:00 Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. Mynd:hag Boðað verkfall flugmanna hjá Icelandair föstudaginn 9. maí, gæti sett ferðaáætlanir tæplega 7.000 farþega í uppnám. Þennan sólarhring eiga samtals 22 flugvélar að koma til landsins á vegum Icelandair og er áætlað að 3.300 til 3.400 farþegar ferðist með þeim. Frá landinu eru bókuð 24 flug á vegum flugfélagsins og gert er ráð fyrir að 3.600 til 3.700 manns séu á útleið.Um 300 flugmenn starfa hjá Icelandair og hafa þeir boðað til sex tímabundinna verkfalla takist samningar ekki. Verkföll eru boðuð 9., 16., og 20. maí frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis. Þá ætla flugmenn að leggja niður vinnu frá klukkan sex að morgni 23. maí til sex að morgni 25. maí hafi samningar við Icelandair ekki tekist. Einnig er boðað boðað til verkfalls frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni þann 3. júní. Fyrirhuguð verkföll flugmanna setja því ferðaáætlanir þúsunda manna í uppnám á næstunni. Sáttafundur er boðaður í deilunni í dag en mikið virðist bera í milli deilenda. „Verkfall, ef af verður, hefur í för með sér umtalsvert tjón fyrir Icelandair en ekki síður fyrir viðskiptavini okkar og fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist vonast til að það takist að semja áður en verkfall skellur á. Hann segist ekki vilja ræða kröfugerð flugmanna opinberlega. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru meðalheildarlaun flugmanna og flugstjóra hjá Icelandair á bilinu 1,5 til 2 milljónir á mánuði. Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn krefjist 30 prósenta hækkunar launa á samningstímanum. Þetta telja atvinnurekendur glórulausar kröfur sem ekki verði gengið að. Flugmenn séu á góðum launum miðað við margar aðrar starfsstéttir. Hafsteinn segir umræður um að setja lög sem banna verkfall flugmanna einkennilegar. Landið lokist ekki þó flugmenn Icelandair fari í verkfall. Hann bendir á að sjö til átta flugfélög fljúgi til og frá landinu í byrjun maí en þau verði átján í sumar. „Það er grafalvarlegt mál ef það eru sett lög á stéttarfélög,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Boðað verkfall flugmanna hjá Icelandair föstudaginn 9. maí, gæti sett ferðaáætlanir tæplega 7.000 farþega í uppnám. Þennan sólarhring eiga samtals 22 flugvélar að koma til landsins á vegum Icelandair og er áætlað að 3.300 til 3.400 farþegar ferðist með þeim. Frá landinu eru bókuð 24 flug á vegum flugfélagsins og gert er ráð fyrir að 3.600 til 3.700 manns séu á útleið.Um 300 flugmenn starfa hjá Icelandair og hafa þeir boðað til sex tímabundinna verkfalla takist samningar ekki. Verkföll eru boðuð 9., 16., og 20. maí frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis. Þá ætla flugmenn að leggja niður vinnu frá klukkan sex að morgni 23. maí til sex að morgni 25. maí hafi samningar við Icelandair ekki tekist. Einnig er boðað boðað til verkfalls frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni þann 3. júní. Fyrirhuguð verkföll flugmanna setja því ferðaáætlanir þúsunda manna í uppnám á næstunni. Sáttafundur er boðaður í deilunni í dag en mikið virðist bera í milli deilenda. „Verkfall, ef af verður, hefur í för með sér umtalsvert tjón fyrir Icelandair en ekki síður fyrir viðskiptavini okkar og fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist vonast til að það takist að semja áður en verkfall skellur á. Hann segist ekki vilja ræða kröfugerð flugmanna opinberlega. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru meðalheildarlaun flugmanna og flugstjóra hjá Icelandair á bilinu 1,5 til 2 milljónir á mánuði. Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn krefjist 30 prósenta hækkunar launa á samningstímanum. Þetta telja atvinnurekendur glórulausar kröfur sem ekki verði gengið að. Flugmenn séu á góðum launum miðað við margar aðrar starfsstéttir. Hafsteinn segir umræður um að setja lög sem banna verkfall flugmanna einkennilegar. Landið lokist ekki þó flugmenn Icelandair fari í verkfall. Hann bendir á að sjö til átta flugfélög fljúgi til og frá landinu í byrjun maí en þau verði átján í sumar. „Það er grafalvarlegt mál ef það eru sett lög á stéttarfélög,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira