Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn á í viðræðum um sölu á 38 prósenta hlut sínum í Valitor hf., útgefanda VISA á Íslandi, til Arion banka. Hluturinn í Valitor var ekki auglýstur og seldur í opnu söluferli en það sama gerðist þegar Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun hf. Arion banki fer sem stendur með 60,78 prósenta hlut í Valitor og Landsbankinn með 38 prósent. Ef salan gengur í gegn mun Arion banki fara með 98,8 prósenta hlut í fyrirtækinu. „Við fengum álitlegt tilboð frá Arion banka í okkar hlut í Valitor. Þetta gengur ágætlega að ræða saman,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Eins og áður segir var hlutur bankans í Valitor ekki auglýstur til sölu. Landsbankinn seldi nýverið 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun hf., útgefanda Mastercard á Íslandi, til hóps fjárfesta fyrir 2,2 milljarða króna. Salan á bréfunum í Borgun hf. sætti nokkurri gagnrýni þar sem ekki var um opið söluferli að ræða heldur hafði hópur fjárfesta samband við bankann að fyrra bragði með það fyrir augum að kaupa bréfin. Í hópnum sem keypti bréfin í Borgun hf. er Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Steinþór Pálsson segir að Landsbankinn hafi ekki verið í aðstöðu til að kalla eftir upplýsingum um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi. Þá hafi bankinn haft takmarkaða aðkomu að félaginu vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Þess vegna hafi verið mjög erfitt eða ómögulegt að selja hlutinn í Borgun hf. í opnu söluferli en rík upplýsingaskylda hvílir á bankanum í slíkum tilvikum.Fyrst að Landsbankinn hafði mjög takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun hf. Hvernig vissi bankinn að hann væri að fá gott verð fyrir bréfin? „Við gátum fengið ákveðnar takmarkaðar upplýsingar, án þess að fá nokkrar upplýsingar um okkar samkeppnisaðila (Íslandsbanka hf. stærsta hluthafa Borgunar). Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ segir Steinþór. Hann segir ólíklegt að hluturinn í Valitor hf. fari í opið söluferli. „Valitor er dótturfélag Arion banka. Þar erum við í sama myrkrkinu þannig að það eiga sömu sjónarmið við. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það. Við munum meta það á næstu dögum hvað við getum gert í þeirri stöðu en sömu ástæður og gilda um Borgun eiga jafn ríkt við um Valitor.“ Steinþór að sala á hlutum Landsbankans í kortafyrirtækjunum sé undantekning frá þeirri meginreglu sem gildir að eignir bankans séu seldar í opnu söluferli. Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Sjá meira
Landsbankinn á í viðræðum um sölu á 38 prósenta hlut sínum í Valitor hf., útgefanda VISA á Íslandi, til Arion banka. Hluturinn í Valitor var ekki auglýstur og seldur í opnu söluferli en það sama gerðist þegar Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun hf. Arion banki fer sem stendur með 60,78 prósenta hlut í Valitor og Landsbankinn með 38 prósent. Ef salan gengur í gegn mun Arion banki fara með 98,8 prósenta hlut í fyrirtækinu. „Við fengum álitlegt tilboð frá Arion banka í okkar hlut í Valitor. Þetta gengur ágætlega að ræða saman,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Eins og áður segir var hlutur bankans í Valitor ekki auglýstur til sölu. Landsbankinn seldi nýverið 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun hf., útgefanda Mastercard á Íslandi, til hóps fjárfesta fyrir 2,2 milljarða króna. Salan á bréfunum í Borgun hf. sætti nokkurri gagnrýni þar sem ekki var um opið söluferli að ræða heldur hafði hópur fjárfesta samband við bankann að fyrra bragði með það fyrir augum að kaupa bréfin. Í hópnum sem keypti bréfin í Borgun hf. er Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Steinþór Pálsson segir að Landsbankinn hafi ekki verið í aðstöðu til að kalla eftir upplýsingum um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi. Þá hafi bankinn haft takmarkaða aðkomu að félaginu vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Þess vegna hafi verið mjög erfitt eða ómögulegt að selja hlutinn í Borgun hf. í opnu söluferli en rík upplýsingaskylda hvílir á bankanum í slíkum tilvikum.Fyrst að Landsbankinn hafði mjög takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun hf. Hvernig vissi bankinn að hann væri að fá gott verð fyrir bréfin? „Við gátum fengið ákveðnar takmarkaðar upplýsingar, án þess að fá nokkrar upplýsingar um okkar samkeppnisaðila (Íslandsbanka hf. stærsta hluthafa Borgunar). Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ segir Steinþór. Hann segir ólíklegt að hluturinn í Valitor hf. fari í opið söluferli. „Valitor er dótturfélag Arion banka. Þar erum við í sama myrkrkinu þannig að það eiga sömu sjónarmið við. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það. Við munum meta það á næstu dögum hvað við getum gert í þeirri stöðu en sömu ástæður og gilda um Borgun eiga jafn ríkt við um Valitor.“ Steinþór að sala á hlutum Landsbankans í kortafyrirtækjunum sé undantekning frá þeirri meginreglu sem gildir að eignir bankans séu seldar í opnu söluferli.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Sjá meira
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07
Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33