Íslenski boltinn

Víkingar styrkja hópinn með ungum leikmönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Þórðarson er annar þjálfara Víkings.
Ólafur Þórðarson er annar þjálfara Víkings. Vísir/Valli
Víkingur hefur gengið frá samningum við hinn nítján ára Stefán Þór Pálsson sem kemur til liðsins frá KA. Þetta staðfesti Milos Milojevic, annar þjálfara liðsins, við Fótbolta.net í dag.

Stefán Þór er sóknarmaður sem á leiki að baki með KR, Grindavík, Breiðablik og ÍR í bæði Pepsi-deild karla og 1. deildinni. Þessi nítján ára Breiðhyltingur hefur því komið víða við á stuttum ferli.

Þá eru Víkingar á góðri leið með að semja við Kristófer Pál Viðarsson, sautján ára leikmann frá Leikni í Fáskrúðsfirði. Hann hefur spilað með meistaraflokki félagsins undanfarin þrjú sumur og skoraði fjórtán mörk í tíu leikjum í 3. deildinni á nýliðnu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×