Vettel í vandræðum með nýja Red Bull bílinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2014 22:27 Sebastian Vettel var ekki ánægður. Vísir/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, er í vandræðum með nýja Red Bull bílinn en hann hefur síðustu tvo daga á Spáni að prufukeyra bílinn. Ef marka má þessa tvo fyrstu daga þá er allt aðra sögu að segja af þessum bíl en þeim sem skilaði Red Bull mönnum yfirburðarsigri í fyrra. Sebastian Vettel tókst aðeins að klára ellefu hringi á nýja Red Bull bílinn á þessum tveimur dögum og Þjóðverjinn er nú floginn heim til Sviss á meðan að liðsfélagi hans Daniel Ricciardo er tekinn við prufuakstrinum. Vettel hætti snemma í dag eftir að hafa lent í vandræðum með rafkerfið í bílnum en nýja Renault-vélin er ekki að koma nógu vel út. Það voru einnig vandræði með bílinn á fyrsta deginum í gær þegar Vettel náði aðeins að klára þrjá hringi. Sebastian Vettel var í allt annarri stöðu með Red Bull bílinn fyrir ári síðan en hann var þá búinn að klára 174 hringi á sama tíma. Það náðu allir ökumenn betri tíma en Vettel í dag og var hann sem dæmi fjórtán sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren-Mercedes. Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, er í vandræðum með nýja Red Bull bílinn en hann hefur síðustu tvo daga á Spáni að prufukeyra bílinn. Ef marka má þessa tvo fyrstu daga þá er allt aðra sögu að segja af þessum bíl en þeim sem skilaði Red Bull mönnum yfirburðarsigri í fyrra. Sebastian Vettel tókst aðeins að klára ellefu hringi á nýja Red Bull bílinn á þessum tveimur dögum og Þjóðverjinn er nú floginn heim til Sviss á meðan að liðsfélagi hans Daniel Ricciardo er tekinn við prufuakstrinum. Vettel hætti snemma í dag eftir að hafa lent í vandræðum með rafkerfið í bílnum en nýja Renault-vélin er ekki að koma nógu vel út. Það voru einnig vandræði með bílinn á fyrsta deginum í gær þegar Vettel náði aðeins að klára þrjá hringi. Sebastian Vettel var í allt annarri stöðu með Red Bull bílinn fyrir ári síðan en hann var þá búinn að klára 174 hringi á sama tíma. Það náðu allir ökumenn betri tíma en Vettel í dag og var hann sem dæmi fjórtán sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren-Mercedes.
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira