Burðast með gamla harmóníkuvél og stóran þrífót Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:00 Jóna Þorvaldsdóttir. "Mér finnst ánægjulegt að geta unnið ljósmyndir eins og tíðkaðist á upphafstímum ljósmyndunar.“ Mynd/úr einkasafni Augnablik í tíma nefnist ljósmyndasýning sem ljósmyndarinn Jóna Þorvaldsdóttir opnar í Galleríi Ófeigi á Skólavörðustíg á laugardaginn. Jóna er þekkt fyrir að nota sígildar ljósmyndunaraðferðir við gerð verka sinna, aðferðir sem voru vinsælar á upphafstímum ljósmyndunar. Auk hinnar hefðbundnu silfur-gelatín-prentunar notar Jóna platínum-palladíum-aðferðina og bromoil-blektækni og nýtur þar töluverðrar sérstöðu hér á landi. „Ég læt mig hafa það að burðast með níðþunga og stóra, gamla blaðfilmuvél, þessa með „harmóníkunni“, og svo fer maður undir teppi til að fókusa. Auk þess fer ég með stóran þrífót og filmuhulstur út í náttúruna til þess að fanga myndefni sem ég heillast af. Svo gerast óvæntir hlutir í myrkraherberginu og mér finnst ánægjulegt að geta unnið ljósmyndir eins og tíðkaðist á upphafstímum ljósmyndunar.“ Á sýningunni Augnablik í tíma sýnir Jóna platínum-palladíum- og silfur-gelatín-ljósmyndir frá Íslandi, meðal annars frá Ströndum og Gálgahrauni. Margar myndanna tók hún á gamla blaðfilmuvél. Filmurnar framkallar hún í bökkum og kontaktprentar ljósmyndirnar á bómullarpappír undir útfjólubláu ljósi eða sólarljósi. Jóna segist hafa gaman af því að velta fyrir sér formum og furðuverum sem myndast í náttúrunni og geti á einu augnabliki breyst og horfið. Sýningin er opin á verslunartíma alla virka daga til 27. ágúst. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Augnablik í tíma nefnist ljósmyndasýning sem ljósmyndarinn Jóna Þorvaldsdóttir opnar í Galleríi Ófeigi á Skólavörðustíg á laugardaginn. Jóna er þekkt fyrir að nota sígildar ljósmyndunaraðferðir við gerð verka sinna, aðferðir sem voru vinsælar á upphafstímum ljósmyndunar. Auk hinnar hefðbundnu silfur-gelatín-prentunar notar Jóna platínum-palladíum-aðferðina og bromoil-blektækni og nýtur þar töluverðrar sérstöðu hér á landi. „Ég læt mig hafa það að burðast með níðþunga og stóra, gamla blaðfilmuvél, þessa með „harmóníkunni“, og svo fer maður undir teppi til að fókusa. Auk þess fer ég með stóran þrífót og filmuhulstur út í náttúruna til þess að fanga myndefni sem ég heillast af. Svo gerast óvæntir hlutir í myrkraherberginu og mér finnst ánægjulegt að geta unnið ljósmyndir eins og tíðkaðist á upphafstímum ljósmyndunar.“ Á sýningunni Augnablik í tíma sýnir Jóna platínum-palladíum- og silfur-gelatín-ljósmyndir frá Íslandi, meðal annars frá Ströndum og Gálgahrauni. Margar myndanna tók hún á gamla blaðfilmuvél. Filmurnar framkallar hún í bökkum og kontaktprentar ljósmyndirnar á bómullarpappír undir útfjólubláu ljósi eða sólarljósi. Jóna segist hafa gaman af því að velta fyrir sér formum og furðuverum sem myndast í náttúrunni og geti á einu augnabliki breyst og horfið. Sýningin er opin á verslunartíma alla virka daga til 27. ágúst.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira