Innlent

Pistill Mikaels: Sjálfstæðisflokkurinn og Coca-Cola

„Nú eru liðin sex ár frá hruni en enn eigum við jafn erfitt með að treysta stjórnmálaflokkum,“ segir Mikael Torfason í pistli sínum þessa vikuna.

„Allir flokkar eru í vandræðum. Framsóknarflokkurinn mælist varla í Reykjavík, Samfylkingin beið afhroð í síðustu kosningum og Vinstri grænir ganga enn haltir eftir hjaðningavígin í síðustu ríkisstjórn.“

Mikael segist ekki tengja þetta viðhorf fólks við hrunið, heldur ráði eitthvað annað atriði för.

„Lítum á Sjálfstæðisflokkinn sem hefur í áranna rás höfðað til þeirra sem vilja stunda frjáls viðskipti, flokksins sem beitti sér fyrir EES-samstarfi og inngöngu Íslands í EFTA,“ segir Mikael. Hann segir að slíkur flokkur ætti að vera opinn í Evrópumálum og færir rök fyrir því að stefna flokksins gagnvart Evrópubandalaginu mótist af sérhagsmunastefnu.

„Það er erfitt að lesa öðruvísi í stöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn, með alla sína glæstu sögu sem fjöldahreyfing, getur ekki réttlætt þá afstöðu að leyfa þjóðinni ekki að koma að kjörborðinu varðandi jafn stórt mál og Evrópusambandið,“ segir Mikael.

Hann segir þetta synd að sumu leyti, því Sjálfstæðisflokkurinn sé jú frábært vörumerki, líkt og til dæmis Coca-Cola.

„En væri Coke jafngott vörumerki ef fyrirtækið framleiddi bara Coke Zero? Ef það hugsaði bara um hagsmuni hluta viðskiptavina sinna?“

Hægt er að horfa á pistil Mikaels í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×