Erlent

Fóru á brimbretti í nístingskulda

Bjarki Ármannsson skrifar
Fjölmörgum finnst gaman að skella sér á brimbretti, vanalega í hlýrra vatni þó.
Fjölmörgum finnst gaman að skella sér á brimbretti, vanalega í hlýrra vatni þó. Vísir/Pjetur
Hópur atvinnubrimbrettamanna ferðaðist til Íslands til að taka upp auglýsingu þar sem þeir halda með brettin sín út í jökulkalt vatn. Auglýsingin er fyrir áfengisframleiðandan Jägermeister en það er Daily Mail sem greinir upphaflega frá þessu.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá drengina stinga sér í ísi lagt vatn sem er samkvæmt greininni að finna í grennd við Akureyri. Fimmmenningarnir eru allir breskir en þeir segjast hafa skemmt sér vel á Íslandi.

„Þetta var með þeim mest spennandi stöðum sem við höfum heimsótt,“ segir Ben Skinner í viðtali við Daily Mail. „Það er ekki oft sem þú syndir milli ísjaka með vinum þínum að reyna að ná öldunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×