Menning

Sem kóngur ríkti hann

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sveinbjörn Hjálmarsson sem Jörundur hundadagakonungur.
Sveinbjörn Hjálmarsson sem Jörundur hundadagakonungur. Mynd/úr einkasafni
Fimmtán manna hópur undir stjórn Víkings Kristjánssonar leikur syngur, dansar og spilar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um þessar mundir og segir um leið söguna af Jörundi hundadagakonungi í búningi eftir Jónas Árnason.

Sagan hefur lifað með þjóðinni í meira en tvö hundruð ár því það var sumarið 1809 sem Jörundur var hér á landinu bláa.



Sveinbjörn Hjálmarsson, eða Simbi í Hafnarbúðinni, fer með hlutverk Jörundar og alls koma 35 manns að sýningunni.

Frumsýnt var síðasta laugardagskvöld, næstu sýningar verða verða á miðvikudag og fimmtudag og hefjast klukkan 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×