Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu makríls Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júlí 2014 20:30 Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu íslenskra fyrirtækja á makríl til landsins þótt þessi áhrif hafi ekki enn komið fram, að sögn sölustjóra Iceland Seafood. Tíu prósent heildarafla makríls sem er veiddur í efnahagslögsögunni eru flutt til Úkraínu. Aðeins þorskurinn skilar meiru Makríllinn er flökkustofn sem kom eins og happdrættisvinningur inn í íslenska efnahagslögsögu. Makrílveiðar Íslendinga á árinu 2011 skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna og 26 milljörðum króna árið 2012. Þegar útflutningsverðmæti einstakra fisktegunda er skoðað sést að síðastliðin ár hefur aðeins þorskurinn skilað þjóðarbúinu meiri tekjum. Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni að sala á makrílafurðum gangi áfallalaust fyrir sig. Úkraína er einn mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir uppsjávarfisk eins og síld, loðnu og makríl. Frá því var greint í Morgunblaðinu í dag að óvissa sé í sölu á makrílafurðum vegna ástandsins í Úkraínu og tafa við útgáfu innflutningskvóta í Nígeríu. Innflutningskvótar voru gefnir út í Nígeríu um helgina svo það er ekki lengur í hindrun í innflutningi makríls þangað. Iceland Seafood er einn stærsti einstaki útflutningsaðili makríls hér á landi. Teitur Gylfason sölustjóri fyrirtækisins segir að enn sem komið er hafi ástandið í Úkraínu ekki haft bein áhrif á sölu makríls til landsins en tíu prósent af heildarafla makríls fara til Úkraínu. Fara varlega í að senda vörur sem ekki eru staðgreiddar „Óróinn í Úkraínu er fyrst og fremst bundinn við tvö austustu héruðin, Luhansk og Donetsk. Lífið annars staðar í Úkraínu gengur sinn vanagang og allar verslanir eru fullar af vörum o.s.frv. En því er ekki að neita að við förum varlega í að senda vöru, sem ekki er staðgreidd, inn á þennan markað meðan ástandið er eins og það er. Meðan ófriðurinn varir,“ segir Teitur. Teitur segir að Iceland Seafood muni hugsanlega fara fram á staðgreiðslu við sölu á makrílafurðum til úkraínskra fyrirtækja í einhverjum tilvikum til að verja hagsmuni sína. „Bæði munum við fara fram á staðgreiðslu og svo förum við mjög varlega í að lána mönnum þarna þó svo að þeir hafi að sjálfsögðu mikinn styrk frá Vesturlöndum eins og er.“ Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu íslenskra fyrirtækja á makríl til landsins þótt þessi áhrif hafi ekki enn komið fram, að sögn sölustjóra Iceland Seafood. Tíu prósent heildarafla makríls sem er veiddur í efnahagslögsögunni eru flutt til Úkraínu. Aðeins þorskurinn skilar meiru Makríllinn er flökkustofn sem kom eins og happdrættisvinningur inn í íslenska efnahagslögsögu. Makrílveiðar Íslendinga á árinu 2011 skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna og 26 milljörðum króna árið 2012. Þegar útflutningsverðmæti einstakra fisktegunda er skoðað sést að síðastliðin ár hefur aðeins þorskurinn skilað þjóðarbúinu meiri tekjum. Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni að sala á makrílafurðum gangi áfallalaust fyrir sig. Úkraína er einn mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir uppsjávarfisk eins og síld, loðnu og makríl. Frá því var greint í Morgunblaðinu í dag að óvissa sé í sölu á makrílafurðum vegna ástandsins í Úkraínu og tafa við útgáfu innflutningskvóta í Nígeríu. Innflutningskvótar voru gefnir út í Nígeríu um helgina svo það er ekki lengur í hindrun í innflutningi makríls þangað. Iceland Seafood er einn stærsti einstaki útflutningsaðili makríls hér á landi. Teitur Gylfason sölustjóri fyrirtækisins segir að enn sem komið er hafi ástandið í Úkraínu ekki haft bein áhrif á sölu makríls til landsins en tíu prósent af heildarafla makríls fara til Úkraínu. Fara varlega í að senda vörur sem ekki eru staðgreiddar „Óróinn í Úkraínu er fyrst og fremst bundinn við tvö austustu héruðin, Luhansk og Donetsk. Lífið annars staðar í Úkraínu gengur sinn vanagang og allar verslanir eru fullar af vörum o.s.frv. En því er ekki að neita að við förum varlega í að senda vöru, sem ekki er staðgreidd, inn á þennan markað meðan ástandið er eins og það er. Meðan ófriðurinn varir,“ segir Teitur. Teitur segir að Iceland Seafood muni hugsanlega fara fram á staðgreiðslu við sölu á makrílafurðum til úkraínskra fyrirtækja í einhverjum tilvikum til að verja hagsmuni sína. „Bæði munum við fara fram á staðgreiðslu og svo förum við mjög varlega í að lána mönnum þarna þó svo að þeir hafi að sjálfsögðu mikinn styrk frá Vesturlöndum eins og er.“
Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira