„Við vorum að fá ný skilaboð rétt áðan og það er tvísýnna en við héldum að hann verði með okkur á HM," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag.
Eins og fram hefur komið var ráðist á Aron aðfararnótt sunnudags og í viðtali við þjálfarann í hádeginu sagði hann að Aron yrði klár á æfingu þann 2. janúar.
„Hann var í röntgenmyndatöku áðan og það virðast vera einhverjar sprungur í kinnbeini. Við erum að vinna úr þessu núna og það verður að koma í ljós hvernig þetta þróast allt saman. Þetta er meira en einugis skurður á auga," sagði þjálfarinn en þetta er eðlilega mikið áfall fyrir landsliðið.
„Þetta er mikið áfall og setur mikið strik í reikninginn hjá okkur. Ef þetta er rétt allt saman þá getur hann tekið minni þátt í undirbúningi en til stóð. Ég geri mér samt vonir um að hann geti verið með á mótinu."
Hlusta má á viðtalið hér að neðan.
Click here for an English version.