Færri flugslys á árinu en margfalt fleiri látnir Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2014 13:51 Ekki hafa fleiri látist í flugslysum á einu ári síðan 2005. Vísir/Getty Árið hefur reynst ýmsum flugfélögum erfitt enda hafa fréttir af mannskæðum flugslysum verið áberandi í fjölmiðlum á árinu. Heildarfjöldi flugslysa er þó lægri en síðustu ár, en fjöldi látinna í slysunum er margfalt hærri en á síðasta ári.Í samantekt CNN kemur fram að flugslys á árinu hafi í sögulegu tilliti verið áberandi fá, en dauðsföllin þeim mun meiri. Samkvæmt talningu B3A, stofnunar í Genf sem rannsakar flugslys hafa 111 flugvélar hrapað á árinu. Er þetta lægsti fjöldi flugslysa frá árinu 1927 þegar margfalt færri vélar voru í notkun borið saman við nú. Um er að ræða flugvélar með leyfi til að flytja að lágmarki sex farþega. Sé litið til fjölda látinna í þessum flugslysum má sjá að heildarfjöldi látinna sé 1.320. Þetta er mesti fjöldi frá árinu 2005 og í raun frávik, sé litið til þess að fórnarlömbum flugslysa hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Þannig fórust 265 manns í flugslysum á síðasta ári, samkvæmt Aviation Safety Network.Erfitt ár fyrri asísk flugfélögVélin sem fannst loks í morgun var vél indónesísks undirfélags hins malasíska AirAsia, en vélar félagsins höfðu fram til þessa aldrei lent í slysi áður svo heitið getur. Hið sama átti við um Malaysia Airlines í upphafi árs, en í mars hvarf vél þeirra MH370 á leið frá Kuala Lumpur til Peking einhvers staðar í Indlandshafi. Vélin er enn ófundin og eru allir 239 sem voru um borð taldir af. Í júlímánuði var svo vél Malaysia Airlines, MH17, skotin niður í austurhluta Úkraínu með 298 farþega um borð sem allir létust. 48 manns fórust í flugslysi fyrir utan Taiwan í júlí þegar vél 222 Transasia Airways brotlenti þegar hún bjóst til lendingar. Þá fórust 116 manns þegar vél Air Algerie hrapaði í Malí þegar hún var á leið frá Búrkína Fasó til Algeirsborgar.Mynd/CNNMynd/CNN Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Árið hefur reynst ýmsum flugfélögum erfitt enda hafa fréttir af mannskæðum flugslysum verið áberandi í fjölmiðlum á árinu. Heildarfjöldi flugslysa er þó lægri en síðustu ár, en fjöldi látinna í slysunum er margfalt hærri en á síðasta ári.Í samantekt CNN kemur fram að flugslys á árinu hafi í sögulegu tilliti verið áberandi fá, en dauðsföllin þeim mun meiri. Samkvæmt talningu B3A, stofnunar í Genf sem rannsakar flugslys hafa 111 flugvélar hrapað á árinu. Er þetta lægsti fjöldi flugslysa frá árinu 1927 þegar margfalt færri vélar voru í notkun borið saman við nú. Um er að ræða flugvélar með leyfi til að flytja að lágmarki sex farþega. Sé litið til fjölda látinna í þessum flugslysum má sjá að heildarfjöldi látinna sé 1.320. Þetta er mesti fjöldi frá árinu 2005 og í raun frávik, sé litið til þess að fórnarlömbum flugslysa hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Þannig fórust 265 manns í flugslysum á síðasta ári, samkvæmt Aviation Safety Network.Erfitt ár fyrri asísk flugfélögVélin sem fannst loks í morgun var vél indónesísks undirfélags hins malasíska AirAsia, en vélar félagsins höfðu fram til þessa aldrei lent í slysi áður svo heitið getur. Hið sama átti við um Malaysia Airlines í upphafi árs, en í mars hvarf vél þeirra MH370 á leið frá Kuala Lumpur til Peking einhvers staðar í Indlandshafi. Vélin er enn ófundin og eru allir 239 sem voru um borð taldir af. Í júlímánuði var svo vél Malaysia Airlines, MH17, skotin niður í austurhluta Úkraínu með 298 farþega um borð sem allir létust. 48 manns fórust í flugslysi fyrir utan Taiwan í júlí þegar vél 222 Transasia Airways brotlenti þegar hún bjóst til lendingar. Þá fórust 116 manns þegar vél Air Algerie hrapaði í Malí þegar hún var á leið frá Búrkína Fasó til Algeirsborgar.Mynd/CNNMynd/CNN
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira