Erlent

Þrír skotnir til bana á næturklúbbi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Maður vopnaður byssu skaut þrjá til bana á næturklúbbi í norðurhluta Ohio í Bandaríkjunum snemma í morgun. Einn er illa haldinn á sjúkrahúsi.

Að minnsta kosti fjórum skotum var hleypt af. Allir þeir sem létust voru á þrítugsaldri.

Komið hafði til handalögmála á milli mannsins og annars viðskiptavinar inni á barnum þegar skotárásin upphófst.

Maðurinn hljóp á brott eftir árásina og er hann ófundinn. Lögregla hefur engan undir grun en nokkrir hafa verið yfirheyrðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×