Innlent

Frumvarp um vernd vöruheita

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, æltar að leggja fram á Alþingi frumvarp um vernd vöruheita.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, æltar að leggja fram á Alþingi frumvarp um vernd vöruheita. Fréttablaðið/GVA
Fyrirhugað er að leggja fram frumvarp til laga um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu fram á Alþingi.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Snýst frumvarpið um að vöruheiti sem innihalda uppruna- eða staðarvísun fái lögbundna vernd. Með því verði samkeppnisstaða innlendra vara gerð sterkari gagnvart innfluttum vörum. Einnig myndi slík löggjöf skapa ný tækifæri á erlendum mörkuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×