Skattaívilnanir fyrir skógarfjárfesta Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2014 06:00 Menn vilja gera skógrækt að alvöru atvinnugrein hér á landi. Fjármagn til skógræktar hefur verið af skornum skammti síðustu árin. Fréttablaðið/Valli Það kemur til greina að beita skattaívilnunum til að fá lífeyrissjóði, fjárfestingasjóði og einstaklinga til að fjárfesta í skógrækt hér á landi að sögn Jóns Gunnarssonar þingmanns. Hann er fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu um að skora á stjórnvöld að stórauka skógrækt hér á landi. Jón segir að með því að velja rétta staði á landinu til að rækta skóg og rækta réttar trjátegundir geti fjárfesting í skógrækt skilað arði eftir 20 ár. Það þurfi því að skapa tímabundna hvata fyrir fjárfesta til að koma að skógræktarverkefnum. „Til að hætta fé í nýja fjárfestingarleið með langan biðtíma fram að fyrstu tekjum þarf að skapa skammtímahvata fyrir fjárfesta,“ segir Jón og bætir við að skattaívilnun þar sem fjárfesting í viðurkenndum skógræktarsjóði sé frádráttarbær frá skattstofni sé líkleg til að mynda þennan skammtímaávinning. Jón segir að að ýmsu sé að hyggja varðandi skógrækt hér á landi, ekki síst hvað varðar landmat. Eins og staðan sé í dag geti bændur farið út í skógræktarverkefni á jörðum sem henta ekki nógu vel til ræktunar. Ef menn ætli að gera skógrækt að alvöru atvinnugrein sé þetta eitt af því sem þurfi að skoða sérstaklega. Jón Loftsson skógræktarstjóri segir að menn viti hvaða tegundir hafi þrifist best í hverjum landshluta, enda hafi menn orðið 100 ára reynslu af skógrækt hér á landi. Með hlýnandi loftslagi sé þó nauðsynlegt að auka rannsóknir því hlýnun geti haft gríðarleg áhrif á vöxt og framgang skóga. Hann segir að skógrækt hafi skilað um 100 milljónum í tekjur árið 2008 en skili nú um 350 milljónum á ári. Tekjuaukningin sé tilkomin vegna grisjunar á elstu skógunum. Þau tré sem hafi verið höggvin hafi verið nýtt í ýmsar afurðir sem hægt hafi verið að selja. Á sama tíma og skógræktin hafi aflað sér tekna með þessum hætti hafi framlög til skógræktar úr ríkissjóði dregist saman um 40 prósent. „Þetta hefur þær afleiðingar að litlu hefur verið plantað af trjám síðustu fimm árin. Það þýðir að eftir hálfa öld kemur tíu ára eyða í þróun skóga hér á landi,“ segir Jón Loftsson. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Það kemur til greina að beita skattaívilnunum til að fá lífeyrissjóði, fjárfestingasjóði og einstaklinga til að fjárfesta í skógrækt hér á landi að sögn Jóns Gunnarssonar þingmanns. Hann er fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu um að skora á stjórnvöld að stórauka skógrækt hér á landi. Jón segir að með því að velja rétta staði á landinu til að rækta skóg og rækta réttar trjátegundir geti fjárfesting í skógrækt skilað arði eftir 20 ár. Það þurfi því að skapa tímabundna hvata fyrir fjárfesta til að koma að skógræktarverkefnum. „Til að hætta fé í nýja fjárfestingarleið með langan biðtíma fram að fyrstu tekjum þarf að skapa skammtímahvata fyrir fjárfesta,“ segir Jón og bætir við að skattaívilnun þar sem fjárfesting í viðurkenndum skógræktarsjóði sé frádráttarbær frá skattstofni sé líkleg til að mynda þennan skammtímaávinning. Jón segir að að ýmsu sé að hyggja varðandi skógrækt hér á landi, ekki síst hvað varðar landmat. Eins og staðan sé í dag geti bændur farið út í skógræktarverkefni á jörðum sem henta ekki nógu vel til ræktunar. Ef menn ætli að gera skógrækt að alvöru atvinnugrein sé þetta eitt af því sem þurfi að skoða sérstaklega. Jón Loftsson skógræktarstjóri segir að menn viti hvaða tegundir hafi þrifist best í hverjum landshluta, enda hafi menn orðið 100 ára reynslu af skógrækt hér á landi. Með hlýnandi loftslagi sé þó nauðsynlegt að auka rannsóknir því hlýnun geti haft gríðarleg áhrif á vöxt og framgang skóga. Hann segir að skógrækt hafi skilað um 100 milljónum í tekjur árið 2008 en skili nú um 350 milljónum á ári. Tekjuaukningin sé tilkomin vegna grisjunar á elstu skógunum. Þau tré sem hafi verið höggvin hafi verið nýtt í ýmsar afurðir sem hægt hafi verið að selja. Á sama tíma og skógræktin hafi aflað sér tekna með þessum hætti hafi framlög til skógræktar úr ríkissjóði dregist saman um 40 prósent. „Þetta hefur þær afleiðingar að litlu hefur verið plantað af trjám síðustu fimm árin. Það þýðir að eftir hálfa öld kemur tíu ára eyða í þróun skóga hér á landi,“ segir Jón Loftsson.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira