Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 28. september 2014 00:01 Veigar Páll sækir að marki Fram í dag. vísir/andri marinó Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. Það var gríðarlegur getumunur á liðunum á Samsungvellinum. Stjarnan skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik en sú tala hefði auðveldlega getað verið tvöfalt hærri því liðið fékk færi í nánast hverri sókn sem liðið fór í lengi fram eftir leiknum.Rolf Toft skoraði á fjórðu og 18. mínútu og Veigar Páll Gunnarsson gerði út um leikinn á 27. mínútu en staðan í hálfleik var 3-0. Það var ekki að sjá að Fram væri að berjast fyrir lífi sínu lengi vel. Það var ekki fyrr en leikurinn var tapaður og seinni hálfleikur hafinn að liðið sýndi lífsmark en það var of seint og of lítið þó liðið hafi átti skalla í stöng og mögulega átt að fá vítaspyrnu og rautt spjald á varamarkvörð Stjörnunnar.. Fram fékk færi í seinni hálfleik en það var samt Stjarnan sem var enn mun betri og fékk hættulegri færi auk þess sem Rolf Toft fullkomnaði þrennuna á 72. mínútu. Stjarnan er enn í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH en liðin mætast í hreinum úrslitaleik á laugardaginn um sigur í mótinu. Fram á enn möguleika á að bjarga sæti sínu í deildinni en þá þarf liðið að vinna Fylki í síðustu umferðinni og treysta á að Fjölnir tapi á heimavelli fyrir ÍBV. Atli: Taka þennan djöfulsins titil„Þetta er frábær árangur og nákvæmlega það sem við vildum. Við ætluðum að koma okkur í þennan úrslitaleik og það er frábært að fara í hreinan úrslitaleik með bikarinn undir,“ sagði Atli Jóhannsson miðjumaður Stjörnunnar. Hefði Atli fengið gult spjald í leiknum hefði hann verið í leikbanni á móti FH en Atla tókst að passa sig og var tekinn snemma út af þegar ljóst var að sigurinn væri Stjörnunnar. „Ég hef fengið rautt í tveimur síðustu leikjum á móti Fram og maður verður að gefa allt í leikinn en maður reynir að passa sig verandi á gulu og mega ekki fá gult. Ekkert meiri pressa en önnur samt. „Mér fannst við stjórna leiknum í fyrri hálfleik frá A til Ö en svo fannst mér við ekki mæta til leiks í seinni hálfleik og þeir fá ágætis færi og mögulega réttlætt rautt spjald en dómarinn dæmdi ekkert. En þetta var tvímælalaust sanngjarn sigur,“ sagði Atli. Allt annað var að sjá til Stjörnunnar í dag eftir tvo erfiða leiki og þó nokkra heppni. „Við vorum ekki sáttir við okkar spilamennsku í síðustu tveimur leikjum á móti Fjölni og Víkingi en náum fjórum stigum af sex. Við fórum í naflaskoðun fyrir þennan leik. Við vitum hvað við erum færir um að gera og markmiðið er skýrt, taka þennan djöfulsins titil. „Það var fín hreyfing í fyrri hálfleik sérstaklega og við tökum góðu punktana með okkur inn í úrslitaleikinn. „Þegar sjálfstraustið er hátt í liðinu þá kemur það skýrt fram. Við erum tilbúnir í slaginn. Annað ævintýri bíður, við höfum farið í nokkur í sumar,“ sagði Atli. Bjarni: Það þarf að skoða þetta„Burt séð frá því hvaða liði við vorum að spila við, ef þú ætlar að gefa alltaf þrjú mörk þá verður þetta brekka. Við ætlum að vera eitthvað lengur saman en þetta tímabil og við verðum að gjöra svo vel og átta okkur á hvað það er að valda því að við byrjum leikina svona,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram allt annað en sáttur við byrjun Fram á leiknum í dag. „Við þurfum að læra af þessu og koma í veg fyrir þetta og byrja næsta leik án þess að vera 3-0 undir eftir tuttugu mínútu. „Auðvitað koma gæði Stjörnunnar líka í ljós en þetta eru allt mörk sem við eigum að geta komið í veg fyrir. Við erum búnir að vinna í nákvæmlega þessum hlutum alla vikuna. Það var ekkert sem kom á óvart í leik Stjörnunnar í dag en gæðin í leikmönnum þeirra eru mikil. Þegar menn stíga ekki upp á móti mönnum og vinna sér inn réttinna, vinna baráttuna og rétt til að fá að spila fótbolta þá náum við aldrei að spila fótbolta. „Svo sjáum við það strax í seinni hálfleik að þegar það kemur smá kraftur í okkar lið, setjum pressu, við höldum boltanum og eigum fína sókn og það endar með því að Guðmundur Steinn skallar í stöng. Þetta er allt til staðar en það þarf að koma með það og setja á grasið,“ sagði Bjarni sem var ekki sáttur við að Sveinn Sigurður Jóhannesson varamarkvörður Fram hafi verið áfram inni á vellinum eftir að hafa tekið Guðmund Stein niður í teignum. „Varamarkmaðurinn kominn í markið, útileikmaður hefði farið í markið, staðan úr 3-0 í 3-1 og hálftími eftir af leiknum. Ég vil taka undir þessi góðu orð sem voru látin falla í vikunni. Það þarf að skoða þetta. Þetta gerist líka í síðustu umferð hjá okkur, við eigum að fá víti en þetta er erfiður völlur að koma og dæma. „Það féllu í vikunni orðin hjá stelpunum að það kom mest á óvart hvað dómgæslan var léleg. Svo segir Þóroddur að þetta var ekki leikbrot. Þetta er með ólíkindum svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði Bjarni. „Þetta hefði gefið okkur leik en í staðin er 3-0 og dómarinn lætur leikinn líða áfram og það er erfitt að koma til baka á móti Stjörnunni í þessari stöðu. Í 3-1 með Veigar eða einhvern í markinu hefði þetta hugsanlega orðið leikur. „Við eigum ennþá smá von en við þurfum þá að átta okkur á því hvað klikkaði hjá okkur fyrstu 20. Við eigum lítinn séns ef Fylkir kemst í 3-0 gegn okkur eftir 20 mínútur. Það er ennþá möguleiki og við þurfum að undirbúa okkur vel í vikunni og vera vel gíraðir,“ sagði Bjarni en Fram þarf líka að treysta á að Fjölnir tapi sínum leik á laugardaginn gegn ÍBV. „Það er hundleiðinlegt og er ekki staða sem við hefðum viljað koma okkur í. Þetta er svona og við getum gert okkar og vonast til að annað falli með okkur.“vísir/andri marinóvísir/andri marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. Það var gríðarlegur getumunur á liðunum á Samsungvellinum. Stjarnan skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik en sú tala hefði auðveldlega getað verið tvöfalt hærri því liðið fékk færi í nánast hverri sókn sem liðið fór í lengi fram eftir leiknum.Rolf Toft skoraði á fjórðu og 18. mínútu og Veigar Páll Gunnarsson gerði út um leikinn á 27. mínútu en staðan í hálfleik var 3-0. Það var ekki að sjá að Fram væri að berjast fyrir lífi sínu lengi vel. Það var ekki fyrr en leikurinn var tapaður og seinni hálfleikur hafinn að liðið sýndi lífsmark en það var of seint og of lítið þó liðið hafi átti skalla í stöng og mögulega átt að fá vítaspyrnu og rautt spjald á varamarkvörð Stjörnunnar.. Fram fékk færi í seinni hálfleik en það var samt Stjarnan sem var enn mun betri og fékk hættulegri færi auk þess sem Rolf Toft fullkomnaði þrennuna á 72. mínútu. Stjarnan er enn í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH en liðin mætast í hreinum úrslitaleik á laugardaginn um sigur í mótinu. Fram á enn möguleika á að bjarga sæti sínu í deildinni en þá þarf liðið að vinna Fylki í síðustu umferðinni og treysta á að Fjölnir tapi á heimavelli fyrir ÍBV. Atli: Taka þennan djöfulsins titil„Þetta er frábær árangur og nákvæmlega það sem við vildum. Við ætluðum að koma okkur í þennan úrslitaleik og það er frábært að fara í hreinan úrslitaleik með bikarinn undir,“ sagði Atli Jóhannsson miðjumaður Stjörnunnar. Hefði Atli fengið gult spjald í leiknum hefði hann verið í leikbanni á móti FH en Atla tókst að passa sig og var tekinn snemma út af þegar ljóst var að sigurinn væri Stjörnunnar. „Ég hef fengið rautt í tveimur síðustu leikjum á móti Fram og maður verður að gefa allt í leikinn en maður reynir að passa sig verandi á gulu og mega ekki fá gult. Ekkert meiri pressa en önnur samt. „Mér fannst við stjórna leiknum í fyrri hálfleik frá A til Ö en svo fannst mér við ekki mæta til leiks í seinni hálfleik og þeir fá ágætis færi og mögulega réttlætt rautt spjald en dómarinn dæmdi ekkert. En þetta var tvímælalaust sanngjarn sigur,“ sagði Atli. Allt annað var að sjá til Stjörnunnar í dag eftir tvo erfiða leiki og þó nokkra heppni. „Við vorum ekki sáttir við okkar spilamennsku í síðustu tveimur leikjum á móti Fjölni og Víkingi en náum fjórum stigum af sex. Við fórum í naflaskoðun fyrir þennan leik. Við vitum hvað við erum færir um að gera og markmiðið er skýrt, taka þennan djöfulsins titil. „Það var fín hreyfing í fyrri hálfleik sérstaklega og við tökum góðu punktana með okkur inn í úrslitaleikinn. „Þegar sjálfstraustið er hátt í liðinu þá kemur það skýrt fram. Við erum tilbúnir í slaginn. Annað ævintýri bíður, við höfum farið í nokkur í sumar,“ sagði Atli. Bjarni: Það þarf að skoða þetta„Burt séð frá því hvaða liði við vorum að spila við, ef þú ætlar að gefa alltaf þrjú mörk þá verður þetta brekka. Við ætlum að vera eitthvað lengur saman en þetta tímabil og við verðum að gjöra svo vel og átta okkur á hvað það er að valda því að við byrjum leikina svona,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram allt annað en sáttur við byrjun Fram á leiknum í dag. „Við þurfum að læra af þessu og koma í veg fyrir þetta og byrja næsta leik án þess að vera 3-0 undir eftir tuttugu mínútu. „Auðvitað koma gæði Stjörnunnar líka í ljós en þetta eru allt mörk sem við eigum að geta komið í veg fyrir. Við erum búnir að vinna í nákvæmlega þessum hlutum alla vikuna. Það var ekkert sem kom á óvart í leik Stjörnunnar í dag en gæðin í leikmönnum þeirra eru mikil. Þegar menn stíga ekki upp á móti mönnum og vinna sér inn réttinna, vinna baráttuna og rétt til að fá að spila fótbolta þá náum við aldrei að spila fótbolta. „Svo sjáum við það strax í seinni hálfleik að þegar það kemur smá kraftur í okkar lið, setjum pressu, við höldum boltanum og eigum fína sókn og það endar með því að Guðmundur Steinn skallar í stöng. Þetta er allt til staðar en það þarf að koma með það og setja á grasið,“ sagði Bjarni sem var ekki sáttur við að Sveinn Sigurður Jóhannesson varamarkvörður Fram hafi verið áfram inni á vellinum eftir að hafa tekið Guðmund Stein niður í teignum. „Varamarkmaðurinn kominn í markið, útileikmaður hefði farið í markið, staðan úr 3-0 í 3-1 og hálftími eftir af leiknum. Ég vil taka undir þessi góðu orð sem voru látin falla í vikunni. Það þarf að skoða þetta. Þetta gerist líka í síðustu umferð hjá okkur, við eigum að fá víti en þetta er erfiður völlur að koma og dæma. „Það féllu í vikunni orðin hjá stelpunum að það kom mest á óvart hvað dómgæslan var léleg. Svo segir Þóroddur að þetta var ekki leikbrot. Þetta er með ólíkindum svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði Bjarni. „Þetta hefði gefið okkur leik en í staðin er 3-0 og dómarinn lætur leikinn líða áfram og það er erfitt að koma til baka á móti Stjörnunni í þessari stöðu. Í 3-1 með Veigar eða einhvern í markinu hefði þetta hugsanlega orðið leikur. „Við eigum ennþá smá von en við þurfum þá að átta okkur á því hvað klikkaði hjá okkur fyrstu 20. Við eigum lítinn séns ef Fylkir kemst í 3-0 gegn okkur eftir 20 mínútur. Það er ennþá möguleiki og við þurfum að undirbúa okkur vel í vikunni og vera vel gíraðir,“ sagði Bjarni en Fram þarf líka að treysta á að Fjölnir tapi sínum leik á laugardaginn gegn ÍBV. „Það er hundleiðinlegt og er ekki staða sem við hefðum viljað koma okkur í. Þetta er svona og við getum gert okkar og vonast til að annað falli með okkur.“vísir/andri marinóvísir/andri marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira