Innlent

Uppsagnir munu snerta áhöfnina illa

Elimar Hauksson skrifar
13 starfsmenn eru á skipinu Bjarna Sæmundssyni.
13 starfsmenn eru á skipinu Bjarna Sæmundssyni. Mynd/Pjetur
Uppsagnir á Bjarna Sæmundssyni, rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar, eru nú yfirvofandi. Reynt verður að leysa málin með öðrum hætti og bjóða hluta áhafnarinnar að leysa af á Árna Friðrikssyni, öðrum bát Hafrannsóknarstofnunar.

Egon Marcher, trúnaðarmaður áhafnarinnar, segir að á fundi á föstudaginn síðastiliðinn hafi áhöfninni verið tilkynnt að skipinu yrði lagt og grípa þyrfti til uppsagna. Hann segir ekki koma í ljós fyrr en um mánaðarmótin hve mörgum verði sagt upp eða hvort hluti áhafnarinnar verði færður til í starfi.

„Nema þeir verði búnir að finna einhverja peninga fyrir þann tíma,“ segir Egon. Hann segir að uppsagnirnar muni koma sér mjög illa fyrir hluta áhafnarinnar sem eigi stutt í starfslok.

„Það eru þónokkrir rétt yfir sextugt og eiga nokkur ár í eftirlaun. Það verður mjög erfitt fyrir þá að fá vinnu,“ segir Egon. Hann bætir við að mikið sé í húfi enda séu rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar grundvöllur gæðavottunar sjálfbærra veiða hér á landi.

„Mér finnst vanta að ráðamenn geri sér grein fyrir alvarleika þessara aðgerða,“ segir Egon Marcher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×