Menning

Blúsaður djass, djassaður blús

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ragnheiður Gröndal tekur nokkur lög á torginu.
Ragnheiður Gröndal tekur nokkur lög á torginu.
Skuggatríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar kemur fram á næstu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Þeir verða núna á laugardaginn, 21. júní.

Fyrir utan Sigurð sjálfan eru Hammond-orgelleikarinn Þórir Baldursson og trommuleikarinn Jóhann Hjörleifsson í tríóinu að þessu sinni.

Sérstakur gestur í nokkrum lögum verður söngkonan Ragnheiður Gröndal.

Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Þeir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu og þar munu hljóma blúsuð djasstónlist og djasskenndir blúsar eftir Sigurð.  Aðgangur er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.