Erlent

Hnetur notaðar gegn hnetuofnæmi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Í lok rannsóknartímabilsins gátu 84 prósent barnanna borðað að minnsta kosti fimm hnetur án þess að fá ofnæmisviðbrögð.
Í lok rannsóknartímabilsins gátu 84 prósent barnanna borðað að minnsta kosti fimm hnetur án þess að fá ofnæmisviðbrögð. vísir/getty
Læknar við Addenbrooke-spítala í Cambridge telja sig hafa fundið lækninguna við jarðhnetuofnæmi: Jarðhnetur!

99 börn með jarðhnetuofnæmi tóku þátt í rannsókn sem fór þannig fram að ónæmiskerfi barnanna var styrkt með því að gefa þeim síaukinn skammt jarðhnetupróteina á degi hverjum í fjóra til sex mánuði.

Í lok rannsóknartímabilsins gátu 84 prósent barnanna borðað að minnsta kosti fimm hnetur án þess að fá ofnæmisviðbrögð.

Fjölskyldurnar sem tóku þátt segja líf þeirra hafa tekið miklum stakkaskiptum eftir rannsóknina en læknarnir vara þó fólk við því að reyna aðferðina á sínum eigin börnum. Slíkt þurfi að gerast undir eftirliti lækna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×