Erlent

Hillary með gríðarlegt forskot

73 prósent demókrata og óháðra sem segjast líklega munu kjósa flokkinn, vilja sjá Hillary sem næsta forseta Bandaríkjanna.
73 prósent demókrata og óháðra sem segjast líklega munu kjósa flokkinn, vilja sjá Hillary sem næsta forseta Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Hillary Clinton er eins og staðan er í dag langlíklegust til að verða útnefnd sem forsetaframbjóðandi demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem haldnar verða árið 2016.

Í nýrri könnun sem dagblaðið Washington Post og ABC fréttastöðin gerðu í sameiningu segjast 73 prósent demókrata og óháðra sem segjast líklega munu kjósa flokkinn, vilja sjá Hillary sem næsta forseta Bandaríkjanna. Aðrir líklegir frambjóðendur eru langt á eftir, og næstur kemur núverandi varaforseti, Joe Biden, með tólf prósent atkvæða.

Þetta mun vera mesta fylgi sem nokkur hefur mælst með í svipuðum könnunum miðlana, þegar svo langt er til kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×