„Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2014 19:55 Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. Aðalmeðferð hófst í dag í stóru markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans þeim Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrverandi bankastjóra, Ívar Guðjónssyni fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlurunum Júlíus Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun fyrir kaup og sölu hlutabréfa fyrir eigin reikning Landsbankans á tímabilinu 1. nóvember 2007 - 3. október 2008 í hlutabréfum útgefnum af bankanum sjálfum. Ákæruvaldið heldur þvífram að viðskiptin hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Umrætt mál var stundum kallað „allsherjar markaðsmisnotkun“ í fjölmiðlum meðan það var til rannsóknar en það hugtak á sér enga stoð í íslenskum lögum. Í raun er um að ræða markaðsmisnotkun sem stendur yfir langt tímabil. Brot fjórmenninganna geta varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Til að sakfella fyrir markaðsmisnotkun dugir gáleysi samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti ólíkt því sem gildir um auðgunarbrot í hegningarlögum þar sem gerð er krafa um ásetning. Á mannamáli þýðir þetta að hægt er að sakfella ákærðu fyrir brotin þótt þeir hafi framið þau óvart, eða af misgá. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur að þetta tiltekna mál sé mikilvægur prófsteinn varðandi túlkun á markaðsmisnotkunarákvæði laga um verðbréfaviðskipti. „Þetta er fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi og er svolítill prófsteinn á mál af þessu tagi. Það hafa ekki farið alveg sambærileg mál og þetta fyrir dóm. Þannig að þetta veðrur fordæmisgefandi,“ segir Ólafur Þór. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. Aðalmeðferð hófst í dag í stóru markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans þeim Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrverandi bankastjóra, Ívar Guðjónssyni fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlurunum Júlíus Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun fyrir kaup og sölu hlutabréfa fyrir eigin reikning Landsbankans á tímabilinu 1. nóvember 2007 - 3. október 2008 í hlutabréfum útgefnum af bankanum sjálfum. Ákæruvaldið heldur þvífram að viðskiptin hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Umrætt mál var stundum kallað „allsherjar markaðsmisnotkun“ í fjölmiðlum meðan það var til rannsóknar en það hugtak á sér enga stoð í íslenskum lögum. Í raun er um að ræða markaðsmisnotkun sem stendur yfir langt tímabil. Brot fjórmenninganna geta varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Til að sakfella fyrir markaðsmisnotkun dugir gáleysi samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti ólíkt því sem gildir um auðgunarbrot í hegningarlögum þar sem gerð er krafa um ásetning. Á mannamáli þýðir þetta að hægt er að sakfella ákærðu fyrir brotin þótt þeir hafi framið þau óvart, eða af misgá. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur að þetta tiltekna mál sé mikilvægur prófsteinn varðandi túlkun á markaðsmisnotkunarákvæði laga um verðbréfaviðskipti. „Þetta er fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi og er svolítill prófsteinn á mál af þessu tagi. Það hafa ekki farið alveg sambærileg mál og þetta fyrir dóm. Þannig að þetta veðrur fordæmisgefandi,“ segir Ólafur Þór.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira