Innlent

Auglýsa eftir eigendum glataðra muna frá Þjóðhátíð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Munirnir sem glötuðust á Facebook.
Munirnir sem glötuðust á Facebook.
Lögreglan í Vestmannaeyjum reynir að koma bakpokum, greiðslukortum, símum og öðrum óskilamunum til eigenda sinna nú þegar Þjóðhátíð 2014 er lokið.

Á Fésbókarsíðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum eru birtar myndir af fjölmörgum bakpokum, misvelförnum farsímum, úlpum, skóm og öðru farartaski Þjóðhátíðargesta.

Glötuð greiðslukort verða afhent starfsfólki í útibúi Íslandsbanka og Sparisjóðsins í Vestmannaeyjum þar sem fólk getur nálgast þau.


Tengdar fréttir

Fölskvalaus ánægja um helgina

Útihátíðir verslunarmannahelgarinnar fóru vel fram að mati lögreglu. Ekkert kynferðisbrot hefur verið kært og ekki urðu alvarleg umferðarslys.

Margir týndu símanum sínum á Þjóðhátíð

Margur þjóðhátíðargesturinn grætur nú farsímann sinn og hefur lögreglan í Eyjum, sem heldur utan um óskilamuni, fengið fjölmargar fyrirspurnir um síma. Sára fáir hafa hinsvegar skilað sér til lögreglunnar en nokkrir kunna þó enn að koma í leitirnar í hreinsunarstarfinu, sem hafið er af fullum krafti.

Skölluð á tónleikum Quarashi og nefbrotnaði

„Þetta var nú algjört óviljaverk,“ segir Svava Dís Guðmundsdóttir sem fór til Eyja til þess að sjá Quarashi spila en náði bara að hlusta á þrjú lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×