Fölskvalaus ánægja um helgina Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 5. ágúst 2014 07:00 Að venju vöktu hljómsveitirnar á Þjóðhátíð í Eyjum mikla lukku.fréttablaðið/Óskar Útihátíðir verslunarmannahelgarinnar fóru vel fram að mati lögreglu. Ekkert kynferðisbrot hefur verið kært og ekki urðu alvarleg umferðarslys. Ekki byrjaði helgin þó vel fyrir norðan því lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um líkamsárás aðfaranótt föstudags en þá hafði árásarmaðurinn skellt fórnarlambinu niður og sparkað í það. En fall er faraheill og að þessu ódæði undanteknu bar ekkert alvarlegt mál á góma lögreglunnar á Akureyri, frekar en í Vestmannaeyjum þar sem um sextán þúsund manns voru samankomnir í Herjólfsdal. Fimm líkamsárásir voru kærðar í Eyjum en í engum þeirra var um alvarleg meiðsl að ræða. Vissulega var nokkur erill hjá lögreglu og yfirvaldið í Eyjum gerði um 50 neysluskammta af fíkniefnum upptæka. Voru þetta kannabisefni, amfetamín, kókaín og e-töflur. Eins var erillinn nokkur aðfaranótt laugardags fyrir norðan. Lögreglan á Ísafirði er í skýjunum með sína gesti. Þar var viðbúnaður mikill og fíkniefnahundurinn Tindur með nefið í hvers manns koppi en fann þó ekkert sem honum þótti bitastætt. Einn gisti fangageymslu yfir helgina á Ísafirði en sá var friðsæll og hafði bara tapað áttum. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir of snemmt að fagna vel heppnaðri helgi. Í fyrra hafi tíu nauðganir átt sér stað á útihátíðum. Ekkert fórnarlambanna hafði þó leitað sér aðstoðar áður en verslunarmannahelgin var öll. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Útihátíðir verslunarmannahelgarinnar fóru vel fram að mati lögreglu. Ekkert kynferðisbrot hefur verið kært og ekki urðu alvarleg umferðarslys. Ekki byrjaði helgin þó vel fyrir norðan því lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um líkamsárás aðfaranótt föstudags en þá hafði árásarmaðurinn skellt fórnarlambinu niður og sparkað í það. En fall er faraheill og að þessu ódæði undanteknu bar ekkert alvarlegt mál á góma lögreglunnar á Akureyri, frekar en í Vestmannaeyjum þar sem um sextán þúsund manns voru samankomnir í Herjólfsdal. Fimm líkamsárásir voru kærðar í Eyjum en í engum þeirra var um alvarleg meiðsl að ræða. Vissulega var nokkur erill hjá lögreglu og yfirvaldið í Eyjum gerði um 50 neysluskammta af fíkniefnum upptæka. Voru þetta kannabisefni, amfetamín, kókaín og e-töflur. Eins var erillinn nokkur aðfaranótt laugardags fyrir norðan. Lögreglan á Ísafirði er í skýjunum með sína gesti. Þar var viðbúnaður mikill og fíkniefnahundurinn Tindur með nefið í hvers manns koppi en fann þó ekkert sem honum þótti bitastætt. Einn gisti fangageymslu yfir helgina á Ísafirði en sá var friðsæll og hafði bara tapað áttum. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir of snemmt að fagna vel heppnaðri helgi. Í fyrra hafi tíu nauðganir átt sér stað á útihátíðum. Ekkert fórnarlambanna hafði þó leitað sér aðstoðar áður en verslunarmannahelgin var öll.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira