Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Hjörtur Hjartarson skrifar 5. ágúst 2014 19:15 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, njóti stuðnings hans í embætti innanríkisráðherra. Hann segir málið þó viðkvæmt og að Hanna Birna sé í óþægilegri stöðu. Bjarni segir að enginn ætti að efast um að Hanna Birna njóti hans stuðnings. „Þeir sem sitja í ríkisstjórn gera það í skjóli umboðs og fulls trausts og það á við um innanríkisráðherra eins og aðra ráðherra,“ segir Bjarni.Finnstþér aðHanna Birna hefðiátt aðtaka einhvernveginnöðruvísiáþessu máli en hún hefur gert frá þvíað þaðkom fyrst uppíjanúar? „Það er ekki gott að segja hvort það hefði mátt takmarka umræðuna um það með hvaða hætti samskipti ráðuneytisins og þeirra sem að rannsókninni standa hefði átt að vera eða bregðast einhvernveginn öðruvísi við,“ segir Bjarni.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraBjarni segir jafnframt að mestu máli skipti að ráðuneytið hafi veitt lögreglunni aðgang að öllum þeim gögnum og upplýsingum sem máli skipta fyrir rannsóknina. Það telur að hann hafi verið gert.En er það ekki í besta falli óeðlilegt að innanríkisráðherra ræði við undirmann sinn, lögreglustjórann, um yfirstandandi rannsókn sem snýr að ráðuneyti hennar? „Það er alveg skiljanlegt að menn velti því fyrir sér. Þetta er viðkvæmt mál og þetta er óþægileg staða sem ráðherrann er í. Ég studdi ráðherrann í því í upphafi að stíga ekki til hliðar vegna þess að það er mjög viðamikil ákvörðun og maður veltir fyrir sér fordæminu sem í því gæti falist, það er að segja, til framtíðar þyrfti ráðherra dómsmála þá að stíga til hliðar í hvert sinn sem lögð yrði fram kæra vegna þess hvernig tekið væri á einstökum málum. Mér fannst það afar slæmt fordæmi." Bjarni segir að hann hafi ekki rætt sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra um stöðu innanríkisráðherra. „Nei, þetta hefur ekki verið rætt sérstaklega á ríkisstjórnarfundi ekki nema að innanríkisráðherra hefur gert grein fyrir stöðu málsins á ákveðnum tímapunkti. En nei nei, við forsætisráðherra höfum ekki verið að ræða þetta mál sérstaklega okkar í milli,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir „Það er greinilega pólitík í spilinu“ Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, njóti stuðnings hans í embætti innanríkisráðherra. Hann segir málið þó viðkvæmt og að Hanna Birna sé í óþægilegri stöðu. Bjarni segir að enginn ætti að efast um að Hanna Birna njóti hans stuðnings. „Þeir sem sitja í ríkisstjórn gera það í skjóli umboðs og fulls trausts og það á við um innanríkisráðherra eins og aðra ráðherra,“ segir Bjarni.Finnstþér aðHanna Birna hefðiátt aðtaka einhvernveginnöðruvísiáþessu máli en hún hefur gert frá þvíað þaðkom fyrst uppíjanúar? „Það er ekki gott að segja hvort það hefði mátt takmarka umræðuna um það með hvaða hætti samskipti ráðuneytisins og þeirra sem að rannsókninni standa hefði átt að vera eða bregðast einhvernveginn öðruvísi við,“ segir Bjarni.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraBjarni segir jafnframt að mestu máli skipti að ráðuneytið hafi veitt lögreglunni aðgang að öllum þeim gögnum og upplýsingum sem máli skipta fyrir rannsóknina. Það telur að hann hafi verið gert.En er það ekki í besta falli óeðlilegt að innanríkisráðherra ræði við undirmann sinn, lögreglustjórann, um yfirstandandi rannsókn sem snýr að ráðuneyti hennar? „Það er alveg skiljanlegt að menn velti því fyrir sér. Þetta er viðkvæmt mál og þetta er óþægileg staða sem ráðherrann er í. Ég studdi ráðherrann í því í upphafi að stíga ekki til hliðar vegna þess að það er mjög viðamikil ákvörðun og maður veltir fyrir sér fordæminu sem í því gæti falist, það er að segja, til framtíðar þyrfti ráðherra dómsmála þá að stíga til hliðar í hvert sinn sem lögð yrði fram kæra vegna þess hvernig tekið væri á einstökum málum. Mér fannst það afar slæmt fordæmi." Bjarni segir að hann hafi ekki rætt sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra um stöðu innanríkisráðherra. „Nei, þetta hefur ekki verið rætt sérstaklega á ríkisstjórnarfundi ekki nema að innanríkisráðherra hefur gert grein fyrir stöðu málsins á ákveðnum tímapunkti. En nei nei, við forsætisráðherra höfum ekki verið að ræða þetta mál sérstaklega okkar í milli,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir „Það er greinilega pólitík í spilinu“ Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Sjá meira