Vígtenntar kanínur og myndlistarpólitík Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 10:30 Charles Uzzell-Edwards merkti Reykjavík með verðmætri list á meðan á dvöl hans stóð. Nordicphotos/Getty Charles Uzzell-Edwards er 44 ára götulistamaður og galleríeigandi sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Pure Evil. Hann opnaði sýninguna Pure Evil–martröð í Galleríi Fold á Menningarnótt en sýningin stendur enn yfir. Martraðasería hans er byggð í kringum andlit frægra einstaklinga, helst listamanna s.s. Audrey Hepburn, Andys Warhol og Jean-Michels Basquiat. Auk sýningarinnar gerði Pure Evil meira en 30 verk sem hann skildi eftir víðs vegar um borgina. Hægt var að finna verk eftir hann á spýtum, vínylplötu, bílhurð og fleira. Menn gátu þá skilað verkunum upp í galleriíð og fengið þau árituð áður en hann fór af landi en að sögn gallerísins var fjölmörgum verkum skilað. Þá gerði Pure Evil nokkur veggverk, m.a. á Rauðarárstíg og Grettisgötu. Á Rauðarárstígnum er verk fyrir framan Innrammarann. „Þetta er bara snilld, þetta fær góða athygli,“ segir Georg Þór Ágústsson hjá Innrammaranum, spurður um hvað honum finnist um að hafa verk eftir frægan götulistamann fyrir framan búðina. Hægt er að sjá mörg þessara verka á Instagram-síðu listamannsins, Pureevilgallery.Gegnumgangandi mótíf í götumyndum Pure Evil eru vígtenntar kanínur. Í viðtali við The Telegraph frá því í fyrra segir listamaðurinn að það megi rekja til þess að þegar hann var lítill drengur drap hann kanínu með haglabyssu þegar hann dvaldi eitt sinn hjá fjölskyldu sinni í bresku sveitinni. „Hugmyndin er að kanínan sé komin aftur til að hrella mig,“ segir hann. Hið samnefnda gallerí Pure Evil í austurhluta Lundúna er áhrifamikið gallerí í nútímagötulist. Galleríið sýnir verk eftir unga og upprennandi listamenn frá Bretlandi og víðar. Galleríið hefur einnig haldið utan um sýningar erlendis. Á sölusíðu listaverkasalans Charles Saatchi má finna fjölmörg verk til sölu eftir Pure Evil en þar eru verkin á verðbilinu 250-3.500 pund eða um sjö hundruð þúsund íslenskar krónur. Þar má einnig lesa stefnuyfirlýsingu gallerísins sem er hápólitísk. „Við erum andsnúin því að líta á listamenn sem neysluvörur“, „Prinsipp koma á undan gróða“, og „Engir sýningarstjórar leyfðir – þeir verða skotnir á staðnum“, segir meðal annars. Þá segir galleríið að það borgi listamönnum sínum 75% af sölugróðanum „af því að við getum það“. Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Charles Uzzell-Edwards er 44 ára götulistamaður og galleríeigandi sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Pure Evil. Hann opnaði sýninguna Pure Evil–martröð í Galleríi Fold á Menningarnótt en sýningin stendur enn yfir. Martraðasería hans er byggð í kringum andlit frægra einstaklinga, helst listamanna s.s. Audrey Hepburn, Andys Warhol og Jean-Michels Basquiat. Auk sýningarinnar gerði Pure Evil meira en 30 verk sem hann skildi eftir víðs vegar um borgina. Hægt var að finna verk eftir hann á spýtum, vínylplötu, bílhurð og fleira. Menn gátu þá skilað verkunum upp í galleriíð og fengið þau árituð áður en hann fór af landi en að sögn gallerísins var fjölmörgum verkum skilað. Þá gerði Pure Evil nokkur veggverk, m.a. á Rauðarárstíg og Grettisgötu. Á Rauðarárstígnum er verk fyrir framan Innrammarann. „Þetta er bara snilld, þetta fær góða athygli,“ segir Georg Þór Ágústsson hjá Innrammaranum, spurður um hvað honum finnist um að hafa verk eftir frægan götulistamann fyrir framan búðina. Hægt er að sjá mörg þessara verka á Instagram-síðu listamannsins, Pureevilgallery.Gegnumgangandi mótíf í götumyndum Pure Evil eru vígtenntar kanínur. Í viðtali við The Telegraph frá því í fyrra segir listamaðurinn að það megi rekja til þess að þegar hann var lítill drengur drap hann kanínu með haglabyssu þegar hann dvaldi eitt sinn hjá fjölskyldu sinni í bresku sveitinni. „Hugmyndin er að kanínan sé komin aftur til að hrella mig,“ segir hann. Hið samnefnda gallerí Pure Evil í austurhluta Lundúna er áhrifamikið gallerí í nútímagötulist. Galleríið sýnir verk eftir unga og upprennandi listamenn frá Bretlandi og víðar. Galleríið hefur einnig haldið utan um sýningar erlendis. Á sölusíðu listaverkasalans Charles Saatchi má finna fjölmörg verk til sölu eftir Pure Evil en þar eru verkin á verðbilinu 250-3.500 pund eða um sjö hundruð þúsund íslenskar krónur. Þar má einnig lesa stefnuyfirlýsingu gallerísins sem er hápólitísk. „Við erum andsnúin því að líta á listamenn sem neysluvörur“, „Prinsipp koma á undan gróða“, og „Engir sýningarstjórar leyfðir – þeir verða skotnir á staðnum“, segir meðal annars. Þá segir galleríið að það borgi listamönnum sínum 75% af sölugróðanum „af því að við getum það“.
Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira