Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Linda Blöndal skrifar 7. desember 2014 18:30 Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Eldsneytislög taka breytingum um áramótin og samkvæmt Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Atlantsolíu, er innanlandsmarkaður með vistvænt eldsneyti til staðar svo ná megi markmiðum laganna. Meiri innflutningur framundanBreytingar á eldsneytislögum taka gildi um næstu áramót þannig að í stað 3,5 prósents af vistvænni orku sem nú þarf að blanda í eldsneyti hækkar hlutfallið í 5 prósent. Eins og er, blanda olíufélögin innfluttri lífolíu í díselolíu. Til að ná fimm prósent markinu þarf að blanda meira og þá bætist við innflutningur á etanóli í bensínið. Reynslan af notkun Metanóls sem er framleitt hér á landi hefur ekki þótt góð og íslensku olíufélögin hafa ekki treyst sér til að nota það til að halda gæðum.Of lítill hluti innlendurÍ fyrra voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Í lögunum sem eru samkvæmt Evróputilskipun er aðalmarkmiðið að minnka mengun en einnig að minnka innflutning á eldsneyti. Við núverandi aðstæður er það ekki hægt. „Annað vistvænt eldsneyti sem mætti bæta í díselolíuna, eins og repjuolía, er ekki framleidd í því magni sem þyrfti hér innanlands og gæðin ekki kominn á þann stað sem þarf til. Innlend framleiðsla er bara ekki komin þangað sem þarf í dag", sagði Guðrún í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Skattaafslátturinn fer úr landiLífolían sem nú er keypt er um 80 prósent dýrari en venjulega díselolían og er flutt hingað skipaleiðis. Þá fellir íslenska ríkið niður skatta á endurnýjanlegt eldsneyti en það hefur ekki orðið til að lækka verð heldur tapa íslenskir skattgreiðendur þegar allt kemur til alls, reiknað er með um milljarð króna á ári og má reikna með að það verði vel rúmlega það á næsta ári. „Staðan er sú að neytendur koma á sama stað út því að skatturinn er um það bil jafn hár og hækkun á innkaupsverðinu, þar lífdísel er mun dýrari en venjuleg díselolía. Þetta hefur ekki áhrif á útsöluverðið eins og staðan er í dag. Ríkissjóður sannarlega tapar skatttekjum og erlendir framleiðendur fá þær tekjur í staðinn", sagði Guðrún.Ekki nauðsynlegt að setja löginÍsland er langt yfir heildarmarkmiði sambandsins um endurnýjanlega orkugjafa og er því ljóst að reglugerðina var ekki nauðsynlegt að setja í lög. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Eldsneytislög taka breytingum um áramótin og samkvæmt Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Atlantsolíu, er innanlandsmarkaður með vistvænt eldsneyti til staðar svo ná megi markmiðum laganna. Meiri innflutningur framundanBreytingar á eldsneytislögum taka gildi um næstu áramót þannig að í stað 3,5 prósents af vistvænni orku sem nú þarf að blanda í eldsneyti hækkar hlutfallið í 5 prósent. Eins og er, blanda olíufélögin innfluttri lífolíu í díselolíu. Til að ná fimm prósent markinu þarf að blanda meira og þá bætist við innflutningur á etanóli í bensínið. Reynslan af notkun Metanóls sem er framleitt hér á landi hefur ekki þótt góð og íslensku olíufélögin hafa ekki treyst sér til að nota það til að halda gæðum.Of lítill hluti innlendurÍ fyrra voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Í lögunum sem eru samkvæmt Evróputilskipun er aðalmarkmiðið að minnka mengun en einnig að minnka innflutning á eldsneyti. Við núverandi aðstæður er það ekki hægt. „Annað vistvænt eldsneyti sem mætti bæta í díselolíuna, eins og repjuolía, er ekki framleidd í því magni sem þyrfti hér innanlands og gæðin ekki kominn á þann stað sem þarf til. Innlend framleiðsla er bara ekki komin þangað sem þarf í dag", sagði Guðrún í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Skattaafslátturinn fer úr landiLífolían sem nú er keypt er um 80 prósent dýrari en venjulega díselolían og er flutt hingað skipaleiðis. Þá fellir íslenska ríkið niður skatta á endurnýjanlegt eldsneyti en það hefur ekki orðið til að lækka verð heldur tapa íslenskir skattgreiðendur þegar allt kemur til alls, reiknað er með um milljarð króna á ári og má reikna með að það verði vel rúmlega það á næsta ári. „Staðan er sú að neytendur koma á sama stað út því að skatturinn er um það bil jafn hár og hækkun á innkaupsverðinu, þar lífdísel er mun dýrari en venjuleg díselolía. Þetta hefur ekki áhrif á útsöluverðið eins og staðan er í dag. Ríkissjóður sannarlega tapar skatttekjum og erlendir framleiðendur fá þær tekjur í staðinn", sagði Guðrún.Ekki nauðsynlegt að setja löginÍsland er langt yfir heildarmarkmiði sambandsins um endurnýjanlega orkugjafa og er því ljóst að reglugerðina var ekki nauðsynlegt að setja í lög.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira