Fótbolti

Lætur ekki neyða sig til að leika Klose

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Klose í leik með Lazio
Klose í leik með Lazio vísir/getty
Stefano Pioli þjálfari ítalska A-deildarliðsins Lazio segist ekki láta neyða sig til að leika þýska framherjanum Miroslav Klose sem hefur lítið fengið að spreyta sig með liðinu að undanförnu.

Klose er ekki alls kostar sáttur við stöðu sína hjá Lazio og hefur kvartað opinberlega yfir stöðunni.

Klose skoraði 34 mörk fyrstu þrjú árin sín hjá Lazio en hann hefur aðeins byrjað fjóra

leiki í deildinni í vetur og komið sjö sinnum inn á sem varamaður. Hann hefur skorað 3 mörk í leikjunum 11 og er allt annað en sáttur við það hve lítið hann fær að spila.

„Þetta var leið fyrir mikilvægan leikmann liðsins að blása. Honum finnst ekki verið komið að endalokum ferils síns,“ sagði Pioli þjálfari Lazio um óánægju Klose.

„Ég lít hann sömu augum og hann sjálfur. Hann er mikilvægur leikmaður hjá liðinu. Eins og alltaf tek ég ákvarðanir út frá því hvað ég tel best fyrir liðið.

„Ég læt orð hans ekki hafa áhrif á mig. Ég hef mínar hugmyndir. Ég þekki leikmennina og þeir þekkja heiðarleika minn,“ sagði Pioli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×