Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. október 2014 10:46 vísir/egill aðalsteinsson Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur en hann segir gosið í Holuhrauni minna sig að mörgu leyti á Kröflugosið sem stóð yfir í níu ár, eða frá 1975 til 1984. „Það er svona eðlilegt að þetta hraunrennsli haldi áfram en það fer fljótt að draga úr því. Frá upphafi hefur sigið verið að hægja á sér og þá er svona að vissu leyti hægt að áætla hvenær gosinu líkur,“ segir Haraldur. „En það er ekkert víst að þetta sé samskonar virkni og í Kröflu en þetta svipar til virkninnar. Þá byrjaði gos og sig og svo hætti sigið og gos hófst aftur. Þannig hélt þetta áfram í níu ár,“ bætir hann við. Svipaður kraftur er í gosinu og verið hefur og er meðalhraunflæði áætlað á bilinu 230-350 m3/s. Flatarmál hraunsins er um 56 ferkílómetrar og samkvæmt útreikningum Haraldar ætti að vera komið upp á yfirborðið um eða yfir 914 milljón rúmmetrar. Þykkt hraunsins sé því um sextán metrar að meðaltali, sem sé nokkuð há tala fyrir hraunþykkt. Töluverð mengun stafar af gosinu og búast má við gasmengun um tíma víða á vestanverðu landinu í dag, frá Húnaflóa og sunnanverðum Vestfjörðum í norðri, suður um Reykjanes og uppsveitir Suðurlands. Bárðarbunga Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Sjá meira
Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur en hann segir gosið í Holuhrauni minna sig að mörgu leyti á Kröflugosið sem stóð yfir í níu ár, eða frá 1975 til 1984. „Það er svona eðlilegt að þetta hraunrennsli haldi áfram en það fer fljótt að draga úr því. Frá upphafi hefur sigið verið að hægja á sér og þá er svona að vissu leyti hægt að áætla hvenær gosinu líkur,“ segir Haraldur. „En það er ekkert víst að þetta sé samskonar virkni og í Kröflu en þetta svipar til virkninnar. Þá byrjaði gos og sig og svo hætti sigið og gos hófst aftur. Þannig hélt þetta áfram í níu ár,“ bætir hann við. Svipaður kraftur er í gosinu og verið hefur og er meðalhraunflæði áætlað á bilinu 230-350 m3/s. Flatarmál hraunsins er um 56 ferkílómetrar og samkvæmt útreikningum Haraldar ætti að vera komið upp á yfirborðið um eða yfir 914 milljón rúmmetrar. Þykkt hraunsins sé því um sextán metrar að meðaltali, sem sé nokkuð há tala fyrir hraunþykkt. Töluverð mengun stafar af gosinu og búast má við gasmengun um tíma víða á vestanverðu landinu í dag, frá Húnaflóa og sunnanverðum Vestfjörðum í norðri, suður um Reykjanes og uppsveitir Suðurlands.
Bárðarbunga Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Sjá meira